Saga - 1977, Síða 170
164
SIGURÐUR RAGNARSSON
því skilyrði, að meirihluti félagsstjórnar væri hér heim-
ilisfastur. Björn Jónsson gaf upp á bátinn þá kröfu fyrir-
rennara síns, Hannesar Hafstein, að hluthafafundir fé-
lags á borð við SJcjálfanda yrðu haldnir hér á landi, og
eftirmenn hans, sem um málefni fossafélaganna fjölluðu
næstu árin, vöktu þessa kröfu ekki upp aftur. Verður að
teljast heldur ólíklegt, að Hannes hefði haldið upphaflegri
kröfu sinni til streitu, ef málið hefði komið frekar til hans
kasta. Er raunar vandséð, að slík skipan hefði falið í sér
nokkurt umtalsvert aðhald að fossafélögunum af innlendri
hálfu. Meginágalli fossalaganna var kannski sá, að þau
höfðu ekki að geyma nein ákvæði, sem tryggðu íslenzkum
aðilum úrslitaáhrif í þeim félögum sem talin voru íslenzk
og voru þar af leiðandi undanþegin sérleyfisskyldu — ef
þessum félögum var á annað borð sleppt hér lausum. En
eins og áður var getið voru íslenzkir hluthafar í félögum
þessum fáir, og hlutafé þessara íslenzku aðila takmarkað,
þannig að félögin voru af erlendum toga, þótt íslenzk köll-
uðust.
Lítil breyting varð á afstöðu stjórnvalda gagnvart
fossafélögunum þann áratug, sem hér um ræðir. Þó gerðu
þau, er frá leið, hærri kröfur um endurgjald fyrir vatns-
réttindi, sem látin voru af hendi, og einnig reyndu þau að
semja beint við þá einstaklinga eða félög, sem höfðu fram-
kvæmdir á prjónunum, í stað þess að semja við meðal-
göngumenn, sem virtust vera að braska með réttindin í
eiginhagsmunaskyni. Dæmi um þetta er afgreiðsla stjórn-
arráðsins á beiðnum um leigu á hluta ríkisins í Urriða-
fossi í Þjórsá, sem nánar verður vikið að síðar.12) Einnig
verður vart hjá stjórnvöldum vissrar viðleitni til að
tryggja almannahagsmuni í tengslum við áformin uffl
fossavirkjanir. Þetta gerðist m.a. með þeim hætti, að á-
skilið var að hugsanlegir virkjunaraðilar létu af hendi
12) Þjóðskjalasafn, Atvinnumálaskrifstofa, Dagbók 2, nr. 916 og
Dagbók 5, nr. 533.