Saga - 1977, Page 171
FOSSAKAUP OG FRAMKVÆMDAÁFORM 165
nokkra raforku til almenningsþarfa. Þetta var t.d. gert
að skilyrði fyrir staðfestingu stjórnarráðsins á leigu-
samningnum um Urriðafoss.
En allan tímann frá 1907—1917 var afstaða stjórnvalda
söm og jöfn að því leyti til, að þau létu jafnan föl til kaups
eða leigu þau vatnsréttindi, sem sótzt var eftir hverju
sinni. Þegar stjórnvöld mörkuðu þessa stefnu, var án efa
tekið mið af ýmsum atriðum. Það virðist m.a. hafa verið
ríkjandi viðhorf, að það væri hreint sanngirnismál að op-
inberir aðilar legðu ekki stein í götu félaga, sem hugðu á
virkjunarframkvæmdir, ef svo hagaði til, að hið opinbera
átti einhver ítök í viðkomandi vatnsfalli, og fossafélagið
hafði tryggt sér umráð yfir því að öðru leyti, en full um-
i'áð yfir vatnsfallinu öllu voru forsenda framkvæmda.
Pleira kom þó til í þessu efni en sanngirnisrök fossa-
félaganna ein saman. Manni sýnist afstaðan einnig sprott-
in af mjög djúpri og sterkri framfaralöngun, af trú á
efnahagslegar framfarir, sem hlytu að koma og þyrftu að
koma. Þessi framfaralöngun og framfaratrú var ákaflega
rík í huga manna yfirleitt, og í vitund flestra tengdust hug-
Wyndimar um framför íslenzkrar þjóðar beizlun fallvatna
landsins fyrst og fremst. Um hitt láðist mönnum svo oft
að spyrja: Framfarir — með hvaða hætti, í hverra þágu?
Staðreyndin er að minnsta kosti sú, að ráðherrar Is-
lands hver fram af öðrum gáfu fossafélögunum að heita
naátti frjálsar hendur og urðu yfirleitt greiðlega við er-
indum þeirra á hendur ríkinu. Og fossafélögin — þau voru
fleiri en eitt og fleiri en tvö. Skjálfanda og Gigants hefur
þegar verið rækilega getið. Einnig var hér að framan vikið
nokkuð að fossafélaginu Island, sem var eins konar arf-
taki félagsins Skjálfandi, og ensku félögunum tveimur, The
British North-Western Syndicate Ltd. og The Icelandic
Power Company Ltd., sem lögð voru drög að í tengslum
við félagið Gigant. Til viðbótar þessum félögum má nefna
fossafélagið Sleipni, sem komst yfir vatnsréttindi í Hvítá
1 Árnessýslu, Dansk-Islandsk Anlægsselskáb A/S, sem