Saga - 1977, Page 174
168
SIGURÐUR RAGNARSSON
foss verði notaður fyrst um sinn, en aftur á móti álít ég
það verð, sem tiltekið er í samningnum ekki óeðlilegt."
Landsverkfræðingur taldi samninginn að ýmsu leyti óljóst
orðaðan og benti á atriði, sem breyta þyrfti, ef hann ætti
að hljóta staðfestingu. Niðurlag álitsgerðarinnar hljóð-
aði svo: „Annað mál er það — og ég er helzt á því máli —
hvort ekki væri réttast að neita að samþykkja hann; fyrir
mér lítur svo út, sem samningurinn hafi verið gerður ein-
göngu í spekúlasjónarskyni, en ekki vegna þess að Gestur
Einarsson hafi nokkra von um að geta komið í fram-
kvæmd nokkurri notkun á fossinum. Mér finnst það rétt-
ast, að landsstjórnin geri sem mest til þess að hindra
„spekúlasjónir", sem alltaf eru mjög svo skaðlegar og e.t.v.
geta gert landinu mikið tjón.“
Þær urðu lyktir þessa máls, að Björn Jónsson ráðherra
ákvað í samræmi við álit landsverkfræðings að synja
samningnum staðfestingar. Var Magnúsi Sigurðssyni til-
kynnt sú ákvörðun stjórnarráðsins með bréfi dags. 20.
desember 1909.6)
Nú leið svo rúmt ár, að ekkert nýtt gerðist varðandi
Þjórsárfossana. Ljóst er þó, að Gestur Einarsson vann
þessi misseri að því að koma í verð umboðum þeim, er
hann hafði aflað sér hjá ýmsum eigendum og umráða-
mönnum vatnsréttinda í Þjórsá. Hinn 24. febrúar 1911
gerðist það svo, að Gestur framseldi Þorleifi Guðmunds-
syni frá Háeyri umboð sitt fyrir Urriðafossi, ásamt öðr-
um þeim umboðum, er hann hafði fengið vegna vatnsrétt-
inda í Þjórsá.7) Umsamið kaupverð fyrir réttindi þessi
var kr. 25 þús., en þar að auki áskildi Gestur sér % hluta
8) Ibid.
7) Sr. Kolbeinn Þorleifsson hefur góðfúslega veitt höfundi aðgang
að skjölum úr fórum Þorleifs Guðmundssonar, er lúta að af-
skiptum hans af ýmsum þáttum fossamálsins. Verður á nokkr-
um stöðum í þessum kafla vitnað til þessara heimilda með leyfi
áfkomenda Þorleifs.