Saga - 1977, Page 175
FOSSAKAUP OG FRAMKVÆMDAÁFORM 169
þeirra umboðs- og sölulauna, er Þorleifur átti að fá skv.
umboðunum, þegar sala eða leiga réttindanna hefði farið
fram. Samkomulag þetta var síðan staðfest með nýjum
samningi, sem dagsettur er 11. apríl 1911. Var sá samn-
ingur alveg samhljóða hinum fyrri, nema hvað hlutdeild
Gests í umboðs- og sölulaunum Þorleifs var þar lækkuð
úr % í i/2.8) Áðumefnt kaupverð réttindanna var óaftur-
kræft, hvort sem Þorleifi tækist að selja eignirnar eða ekki.
Þegar sama dag og fyrri framsalssamningur þeirra
Gests og Þorleifs var gerður, var undirritaður samningur
milli þeirra Þorleifs og J. P. Brillouin, konsúls í Reykja-
vík.9) Samkvæmt samningi þessum veitti Þorleifur kon-
súlnum forkaups- eða forleigurétt til allra þeirra fossa og
vatnsréttinda, er umboðin tóku til. Skyldi konsúllinn njóta
þessa réttar í tvö ár frá undirskriftadegi samningsins að
telja. Samningurinn gerði ráð fyrir því, að um gæti orðið
að ræða kaup á öllum fossunum eða á hluta þeirra. Fyrir
rétt sinn samkvæmt ofannefndum samningi greiddi
Brillouin Þorleifi kr. 25 þús., og skyldi sú upphæð vera
óafturkræf, þótt forkaupsréttur yrði ekki notaður. Heild-
arkaupverð allra fossanna var í samningnum ákveðið
kr. 150 þús., en í því tilviki, að samið yrði um leigu á foss-
únum, átti ársleigan fyrir alla fossana að vera kr. 9 þús-
und. Hér var því um að ræða hærri upphæðir en áður
hafði borið á góma í sambandi við sölu eða leigu á vatns-
réttindum hér á landi. J. P. Brillouin var franskur konsúll
í Reykjavík um nokkurra ára skeið og talsvert áberandi
maður í bæjarlífinu vegna ýmiss konar umsvifa á sviði
viðskipta og atvinnurekstrar.10) Hann reisti sér stórt
8) Báðir samningarnir og greiðsluviðurkenning Gests Einarssonar
í skjölum Þorl. Guðm. Sjá einnig Þjóðskjalasafn, Atvinnumála-
skrifstofu, Db. 2, nr. 916.
°) Ibid.
10) Sjá m.a. Þorsteinn Thorarensen: 1 fótspor feðranna, bls. 364-368.