Saga - 1977, Page 176
170
SIGURÐUR RAGNARSSON
íbúðarhús innan við Rauðará í Reykjavík (Höfða, sem
Reykjavíkurborg hefur átt um skeið og notað til gesta-
móttöku).
Þegar konsúllinn hafði gengið frá samningum sínum
við Þorleif Guðmundsson, leitaði hann staðfestingar stjóm-
arráðsins á umboði því, er tók til hluta Kálfholts í Urr-
iðafossi og getið var hér að framan. Barst stjórnarráð-
inu erindi Brillouins hinn 18. apríl.11) Þar skýrði hann
frá því, að fossarnir hefðu verið keyptir „f.h. félagsins
Société d’ Etudes pour l’ Islande, sem ég hefi myndað og
sem hefur aðsetur sitt í París ...“ Átti hlutafé þessa fé-
lags að nema 20 millj. króna og boðað var, að rannsóknir
á þess vegum myndu hefjast þegar í stað. Allir samning-
arnir, sem hér var um að tefla, voru gerðir í nafni konsúls-
ins sjálfs, því að „með þeim hætti (er) fullnægt ákvæðum
íslenzku fossalaganna", eins og sagði í bréfinu til stjóm-
arráðsins. Nokkuð dróst að stjórnarráðið svaraði erindi
hr. Brillouins, en fregnir af félögum þeim, er hann hafði
stofnað og framkvæmdaáformum þeirra höfðu nú borizt
út og voru nokkuð ræddar í blöðum, bæði hér á landi og
erlendis.12) Sjálfur kom Brillouin út hingað um miðjan
júní, og voru nokkrir franskir verkfræðingar í för með
honum.13) Hið víðlesna norska blað Tidens Tegn í Kristi-
aniu birti skömmu síðar frétt með fyrirsögninni „Frem-
med kapital paa Island. Store planer“. 1 fréttinni rakti
blaðið nokkuð gang þessa máls og reifaði ýmsar fyrirætl-
anir hins franska félags. Lauk fréttagreininni með eftir-
farandi orðum: „Det menes at hr. Brillouin har baade
evner og midler til at fore planene ud i livet“.14)
Um haustið 1911 birti blaðið Su&urland enn frétt um
41) Þjóðskjalasafn, Atvinnumálaskrifstofa, Db. 2, nr. 916.
12) Suðurland 30/3 1911.
13) Suðurland 17/6 1911. Sjá einnig bréf frá Brillouin til Þorleifs
Guðmundssonar.
14) Tidens Tegn 14/7 1911.