Saga - 1977, Page 177
FOSSAKAUP OG FRAMKVÆMDAÁFORM 171
fyrirtæki Brillouins.15) Var sú frétt byggð á frásögn
Berlingske Tidende frá 29. september. Var tónninn í frétt
þessari mjög fagnandi, en hún bar yfirskriftina „Stór-
tíðindi!" með undirfyrirsögnunum „Framtíð Suðurlands-
undirlendisins! Höfn í Þorlákshöfn!“. Þar greindi nokkuð
frá athugunum hinna frönsku verkfræðinga, en þær beind-
ust einkum að því „að rannsaka málma, ár og fossafl
þeirra“, en þó aðallega að því „að rannsaka og gera kostn-
aðaráætlanir á hafnargerð í Þorlákshöfn“. Blaðið gerði
mikið úr því, að Brillouin stæði í „ágætum peningasam-
böndum í París", enda væri „búið að safna 70 millj., sem
áætlað er að allt fyrirtækið muni kosta ...“ Þá var í grein
þessari lögð á það þung áherzla, að íslenzka löggjafarvald-
ið yrði að þekkja sinn vitjunartíma í sambandi við þessi
fyrirtæki, því að á afstöðu þess gæti oltið, hvort af fram-
kvæmdum yrði, eða þær sigldu í strand.
Rétt er að skoða hugmyndir Brillouins um stórfellda
fjármagnsútvegun til hafnargerðar í Þorlákshöfn og til
byggingar orku- og iðjuvera við stórfossa á Suðurlands-
undirlendi í samhengi við tilboðið um „franska lánið“ og
stofnun „franska bankans", sem vikið var stuttlega að hér
að framan.10) Engan þarf að undra, þótt nokkur áhugi
hafi verið á því á þessum tíma meðal franskra fjármála-
nianna að festa fé í fyrirtækjum hér á landi. Franska þjóð-
in var gagnauðug á þeirra tíma mælikvarða, ekki sízt
Vegna iðjusemi og sparsemi hinnar fjölmennu frönsku
smáborgarastéttar. Því lá mikið fjármagn á lausu, sem
*njög var varið til erlendra fjárfestinga, lánveitinga eða
nnnarrar fjármálalegrar fyrirgreiðslu. Frakkland var
enda einhver mesti fjármagnsútflytjandi heims og fjár-
®igri þeirra var tvímælalaust skæðasta vopnið, sem þeir
áttu yfir að ráða í valdatafli stórveldanna á þessum tíma.
ls) Suðurland 21/10 1911.
1U) Þorsteinn Thorarensen: 1 fótspor feðranna, bls. 365—368. Sjá
annars í III. kafla ritgerðarinnar.