Saga - 1977, Page 178
172
SIGURÐUR RAGNARSSON
Eins og fram hefur komið hér að framan var Þorleifur
Guðmundsson frá Stóru-Háeyri á Eyrarbakka nánasti sam-
starfsmaður Brillouins úr hópi Islendinga. Þorleifur hefur
verið maður stórhuga og gæddur miklum áhuga á að efla
framfarir í landinu. Einkum virðist hann hafa borið
framtíð hinna breiðu byggða Suðurlandsundirlendisins
fyrir brjósti. Svo er þó að sjá, að hann hafi eygt þá leið
eina til skjóts árangurs í þessu efni að laða hingað erlent
fé og fyrirtæki, og að því vann hann.
Auk meðalgöngunnar varðandi Þjórsárfossana, sem rak-
in hefur verið hér að framan, hafði Þorleifur önnur járn
í eldinum. Skömmu fyrir árslok 1910 keypti hann jörðina
Þorlákshöfn af þáverandi eiganda hennar, Jóni Árnasyni.
Hinn 21. janúar 1912 gerði Þorleifur samning við Brill-
ouin um að selja honum jörðina fyrir 600 þús. franka.17)
Voru viðskipti þessi ráðin með það í huga að ráðast í hafn-
argerð í Þorlákshöfn, enda höfðu aðstæður til slíkrar
mannvirkjagerðar verið eitt helzta rannsóknarefni hinna
frönsku verkfræðinga, svo sem áður sagði. Samtímis því,
að gengið var frá samningnum um sölu Þorlákshafnar,
gerðu þeir Þorleifur og Brillouin með sér samkomulag um,
að Þorleifur verði nokkrum hluta kaupverðsins fyrir eign-
ina til kaupa á hlutabréfum í þeim félögum, sem þegar
hefðu verið stofnuð eða síðar kynnu að verða stofnuð af
rannsókna- og tilstofnunarfélagi því, er Brillouin var full-
trúi fyrir.18) Var ráð fyrir því gert, að allt að 272 þús.
frankar af kaupverðinu rynnu til slíkra hlutabréfakaupa.
Það er óneitanlega fróðlegt að huga að umsvifum þeirra
félaganna Gests Einarssonar og Þorleifs Guðmundssonar.
Þeir virðast báðir hafa verið óragir við að færast mikið í
fang, og þeir eiga sammerkt í því að hafa mörg járn í eld-
inum. Varpa má fram þeirri spurningu, hvort e. t. v. megi
17) Kaupsamningurinn í skjölum Þorleifs Guðmundssonar.
18) Gagnkvæm skuldbindingarskjöl, sem að þessu lúta, í skjalasafni
Þorleifs.