Saga - 1977, Page 179
FOSSAKAUP OG FRAMKVÆMDAÁFORM 173
skoða þá sem fulltrúa ákveðinnar hreyfingar austanfjalls,
sem miðað hafi að því að efla hinar breiðu byggðir á Suð-
urlandsundirlendinu til forystuhlutverks í þjóðlífinu í sam-
keppni við hinn upprennandi höfuðstað við Faxaflóa. Þrátt
fyrir öran vöxt Reykjavíkur um þessar mundir, fór því þó
fjarri, að hún bæri á þessum tíma þann ægishjálm yfir
önnur byggðarlög, sem síðar hefur orðið.
Eins og áður var frá greint dróst nokkuð, að stjórnar-
ráðið svaraði erindi Brillouins. Hann knúði því á um svör
með nýju bréfi til stjórnarráðsins hinn 1. desember 1911
þar sem hann ítrekaði beiðni sína um staðfestingu á um-
boðinu varðandi Urriðafoss.19) Kvað hann staðfestingu
umboðs þessa algera forsendu fyrir því, að félag það, sem
hann hefði stofnað til framkvæmda á Islandi, gæti tekið
endanlegar ákvarðanir um fyrirætlanir sínar.
Stjórnarráðið svaraði loks erindi Brillouins með bréfi
sem dagsett var 6. janúar 1912.20) Var umboðinu enn
synjað staðfestingar og vísað til svars stjómarráðsins við
hliðstæðri beiðni Magnúsar Sigurðssonar. 1 bréfi stjórnar-
ráðsins sagði m. a.: „ ... þykir eigi ástæða til að víkja frá
þeirri neitun, með því að málið liggur nú fyrir alveg eins
og þá“. Hins vegar var látið að því liggja í bréfinu, að lík-
lega gætu samningar tekizt, ef hr. Brillouin vildi semja „án
milligöngumanna við rétta hlutaðeigendur“. Bréf þetta var
samið af Klemens Jónssyni landritara, en undir það ritaði
Kristján Jónsson ráðherra.
Þessi svör stjórnarráðsins urðu til þess, að Brillouin
konsúll leitaði beinna samninga við sr. Ólaf Finnsson í
Kálfholti og fékk hjá honum umboð til að selja eða leigja
hlut Kálfholtskirkju í Urriðafossi ásamt landsafnotum
upp á væntanlegt samþykki kirkjustjórnarinnar.21) Var
skýrt tekið fram, að hr. Brillouin fengi enga þóknun fyr-
10) Þjóðskjalasafn, Atvinnumálaskrifstofa, Db. 2, nr. 916.
2») Ibid.
21) Ibid.