Saga - 1977, Page 181
FOSSAKAUP OG FRAMKVÆMDAÁFORM 175
þau eða þeim haldið fyrir öðrum, sem kynnu að vilja nýta
þau. Grundvallarafstaðan gagnvart meiri háttar vatns-
virkjunum og stóriðju með tilstyrk erlends fjármagns var
nú sem fyrr jákvæð.
Vorið 1912 framseldi Brillouin réttindi sín yfir Þjórsár-
fossunum nýju félagi, sem nefndist La Société frangais d’
Entreprises en Islande. Var hér um að ræða hlutafélag til
framkvæmda og fyrirtækjastarfrækslu, sem stofnað var á
vegum rannsóknarfélags þess, sem áður var getið. Blöðin
Lögrjetta og Ingólfur birtu bæði fréttir um stofnun þessa
félags.24) Þar kom m. a. fram, að á bak við það stæðu
„tveir stórir bankar í París“ og ennfremur „hópur nokk-
urra peningamanna og atvinnurekenda". Bankar þeir, er
hér um ræðir, voru Banque Transatlantique, en M. Bloch,
einn stjórnenda hans, var meðal forystumanna fram-
kvæmdafélagsins, og Banque Frangaise pour la Commerce
et l’Industrie. Þá birti blaðið SuSurland einnig frétt um
málið, og var Kaupmannahafnarblaðið Borsen borið fyrir
henni.25) Var þar um að ræða frásögn tíðindamanns þess
blaðs í París af viðtali, sem hann hafði átt þar við Brillou-
in konsúl. Bar fréttin í Suöurlandi yfirskriftina „Frakk-
nesku fyrirtækin". I viðtalinu við hið danska blað rakti
Brillouin nokkuð þær framkvæmdir, sem á döfinni væru.
Nefndi hann þar einkum til hafnargerð í Þorlákshöfn. Átti
sú höfn í senn að vera fiskihöfn og inn- og útflutnings-
höfn í þágu þeirra iðjuvera, sem ætlunin væri að reisa í
tengslum við beizlun Þjórsárfossana. I viðtalinu lét Bril-
louin í ljós bjartsýni á framtíðarhorfurnar og var engan
bilbug á honum að finna varðandi hinar fyrirhuguðu
framkvæmdir.
Árið 1912 hvarf Brillouin endanlega á braut frá Is-
landi, enda hafði hann þá verið sendur til starfa í Mexico.
Eftir það hafði félagið hér sérstakan umboðsmann, Odd
24) Ingólfur 6/4 og Lögrjetta 10/4.
26) Suðurland 11/5.