Saga - 1977, Blaðsíða 182
176
SIGURÐUR RAGNARSSON
V. Gíslason, yfirréttarmálaflutningsmann, auk þess sem
eftirmaður Brillouins, M. Blanche, annaðist fyrirgreiðslu
fyrir það.26)
Ekki liggja fyrir neinar nákvæmar upplýsingar um
framkvæmdaáform La Société frangaise ... í einstökum
atriðum. Ljóst er þó af framansögðu, að áhugi forvígis-
manna þess beindist ekki hvað sízt að framkvæmdum í
Þorlákshöfn. Bréfaskipti forráðamanna félagsins, þ. á m.
M. Maréchal, formanns þess, við Þorleif eru einnig til
vitnis um það.27) Af Þjórsárfossunum hafði félagið mestan
áhuga á Urriðafossi, og virðist sem verkfræðingur þess
hafi unnið að athugunum á því að veita Hvítá í Þjórsá ofan
við Urriðafoss með það í huga að virkja vatnsafl beggja
ánna þar.28)
Brátt kom þó á daginn, að hið franska félag fékk engu
áorkað um hafnargerð í Þorlákshöfn eða nýtingu fossafls-
ins í Þjórsá, og það glataði mestu af réttindum sínum í
Þjórsá árið 1913, þegar lauk því tveggja ára tímabili, sem
Þorleifur Guðmundsson og Brillouin höfðu samið um. Fé-
lagið hélt hins vegar áfram umráðum sínum yfir helmingi
Urriðafoss alveg til 1. janúar 1916. La Société frangaise ...
gerði tilraun til að fá framlengd yfirráð sín yfir Urriða-
fossi. Það sendi erindi til stjórnarráðsins þess efnis, en
Einar Arnórsson ráðherra synjaði þessari beiðni.29) Fé-
lagið rökstuddi umsókn sína með því að vísa til „les circon-
stances exceptionelles de la guerre“, sem hefðu torveldað
því að hefjast handa. Einar Arnórsson vísaði í svari sínu
m.a. til þess, að aðstandendur félagsins hefðu ekki staðið
við aðrar skuldbindingar sínar gagnvart íslenzkum stjórn-
völdum. Hér var átt við samning, sem sumir þeirra höfðu
gert við stjórnarráðið um vinnslu og sölu á silfurbergi úr
26) Bréf í safni Þorleifs Guðmundssonar.
27) Ibid.
28) Uppdráttur og afstöðumynd, er að þessu lýtur, í safni Þorleifs.
29) Þjóðskjalasafn, Atvinnumálaskrifstofa, Db. 2 nr. 916.