Saga - 1977, Page 188
182
SIGURÐUR RAGNARSSON
mitt á þessu sama ári gaf félagið út í bókarformi („rauða
bókin“) niðurstöður þeirra rannsókna, sem það hafði látið
gera á Þjórsá, ásamt ítarlegum áætlunum um virkjun ár-
innar.7) Sú staðreynd, að útgáfa bókarinnar var ráðin
árið 1918 er áreiðanlega engin tilviljun. Allt virtist nú
hníga að því, að úrslitaákvarðanir í fossamálunum væru á
næsta leiti. Fossafélagið ísland hafði árið 1917 sent lands-
stjórninni umsókn um sérleyfi til virkjunar í Sogi. Það
mál hafði síðan komið til kasta alþingis um sumarið 1917,
en eigi hlotið afgreiðslu, þar sem alþingi hafði samþykkt
að setja á fót sérstaka fossanefnd til þess að gera heildar-
úttekt á fossamálinu og gera tillögur um framtíðarstefnu
íslenzkra stjórnvalda í þessum efnum.8 9) Einmitt nú sat
fossanefndin á rökstólum og var reiknað með, að hún skil-
að áliti sínu fyrri hluta árs 1919, og tillögur hennar kæmu
síðan til umræðu og afgreiðslu á alþingi þá um sumarið.
Jafnframt lá í loftinu, að margir myndu vilja fara fremur
hægt í sakirnar varðandi fossavirkjanir og stóriðju, og því
reið á því fyrir hvern þann aðila, er hafði hug á slíku, að
halda fast fram sínum hlut jafnt gagnvart keppinautum
sínum sem alþingi og stjórn. Að hika gæti verið sama
og að tapa. Það er í þessu ljósi, sem við verðum að skoða
umsókn Titcms um sérleyfi til virkjunar Þjórsár og ann-
arra framkvæmda, sem félagið sendi stjómarráðinu hinn
25. marz 1919.°)
Vatnsréttindi Titans voru bundin við vatnasvæði
Þjórsár og Tungnaár. Það er ekki ofmælt hjá Steingrími
J. Þorsteinssyni að öflun þessara réttinda hafi verið bæði
umfangsmikil og flókin.10) Raunar var hún umfangsmeiri
og flóknari en svo, að kostur sé að rekja hana nákvæm-
7) G. Sætersmoen: Vandkraften i Thjorsá elv, Island, Kria 1918,
72 bls. auk 32 uppdrátta.
8) Sjá ritgerð eftir höfund þessa skrifs í tímaritinu Sögu árið
1975.
9) Sbr. nefndarálit meiri- og minnihluta fossanefndar.
10) Laust mál, bls. 694.