Saga - 1977, Side 190
184
SIGURÐUR RAGNARSSON
samningum þessum var þinglýst í maí 1914, og var lögfræð-
ishlið þessara mála öll í höndum Eggerts Claessen. Hér
var yfirleitt um að ræða mjög verðmæt vatnsréttindi, því
að þau tóku beinlínis til eignarréttar á tilteknum fossum
og landspildum umhverfis þá. Má þar t. d. nefna hálfan
Urriðafoss, Búðafoss, Hestfoss, Háafoss, Hjálparfoss,
Gljúfurleitafoss, Tröllkonufoss, Þjófafoss og Geldingaár-
foss.
Ekki var þó hlutdeild þeirra Gests Einarssonar og Þor-
leifs Guðmundssonar að vatnsréttindaöflun Titans þar
með öll. Til viðbótar umboðunum frá 1909, sem áður voru
nefnd, aflaði Gestur sér umboða frá nokkrum fleiri land-
eigendum vegna vatnsréttinda í löndum þeirra. Flestra
þessara umboða aflaði Gestur sér á síðari hluta árs 1911
og í ársbyrjun 1912 og framseldi þau síðan Þorleifi Guð-
mundssyni sumarið 1913, þannig að það var fyrir hans
meðalgöngu að umrædd réttindi komust í hendur Titans og
systurfélaga þess. Á árunum 1916—1917 hafði Gestur enn
milligöngu um sölu vatnsréttinda milli nokkurra landeig-
enda og einstakra umboðsmanna Tilans, aðallega Einars
Benediktssonar. 1 sumum þessum tilvikum var um að
ræða réttindi, sem voru kannski ekki svo afskaplega verð-
mæt í sjálfu sér, en þó nauðsynleg til þess að öruggt væri
að unnt yrði að nýta virkjanlegt vatnsafl árinnar á hag-
kvæmasta hátt. Stundum létu félögin sér ekki nægja að
kaupa vatnsréttindin ein sér, heldur keyptu þau jarðirnar
með öllum gögnum og gæðum. Þannig keypti Orion jarð-
irnar Þjótanda, Skálmholt og Skálmholtshraun, og Einar
Benediktsson jörðina Læk, sem hann síðan framseldi
Titan. Annars skiptust réttindin í stórum dráttum svo milli
félaganna, að Orion átti auk jarðanna þriggja réttindin í
Urriðafossi, Sirius í Búðafossi og Hestfossi, báðum að
hluta, og Taurus í Tungnaá auk miðlunarréttinda í Þóris-
vatni. Þess var áður getið, að félögin voru í reynd greinar á
sama meiði. Þessu til sönnunar má t.d. taka félagið Orion.
Stofnfundur þess var haldinn að Héðinshöfða við Reykja-