Saga - 1977, Page 191
FOSSAKAUP OG FRAMKVÆMDAÁFORM 185
vík hinn 7. ágúst 1916. Var til félagsins stofnað í því skyni
að virkja Urriðafoss. Hlutafé þess var í upphafi ákveðið
90 þús. kr. Þeir Einar Benediktsson, Sturla Jónsson og
Friðrik Jónsson skrifuðu sig fyrir 70 þús. kr. af þeirri
upphæð, en Norðmennirnir Aall, Schelderup, Sætersmoen
og Damsgaard fyrir 5 þús. kr. hver. Allir fslendingarnir
voru fyrir hluthafar í Titan, og þeir Friðrik og Sturla
stjórnarmenn þar. Aall var einnig stjórnarmaður í Titan
á þessum tíma, og hinir Norðmennirnir hluthafar. Eftir
sameininguna urðu þeir Schelderup og Sætersmoen stjórn-
armenn í Titom, en Gunvald Damsgaard var kjörinn endur-
skoðandi félagsins.
Einn athyglisverðasti þátturinn í vatnsréttindaöflun
Titans er sá, sem sneri að hreppsfélögum þeim, er töldu
sér vatnsréttindi í afréttum upp af byggðinni í Árness-
og Rangárvallasýslum. Hér var í mörgum tilvikum um að
ræða mjög verðmæt réttindi (t. d. Hrauneyjafoss, Sig-
öldufoss, vatnsmiðlunarréttindi í Þórisvatni). Það var ein-
mitt þessi sala einstakra hreppsfélaga á vatnsaflsréttind-
um, sem varð til þess í ársbyrjun 1917 að vekja á alþingi
þá miklu umræðu um fossamálið, sem síðan átti eftir að
setja svo mikinn svip á alla landsmálaumræðu ársins.15)
Hvergi kemur betur fram en í sambandi við þessa
vatnsréttindasölu hið sérstæða og nána samspil ýmissa
forystumanna í héraðsmálum og frammámanna fossafé-
laganna. Raunar verður stundum ekki skilið þarna í milli,
því að sumir þessara héraðshöfðingja áttu beina aðild að
einstökum fossafélögum. Þetta „mynstur" má greina norð-
ur í Þingeyjarsýslu á árunum 1908—1909, en það er afar
skýrt varðandi fossafélög þau, sem hösluðu sér völl við
stórfljótin sunnan fjalla.
Upphaf þessara viðskipta einstakra hreppsfélaga við
fossafélögin má rekja aftur til ársins 1909. 1 janúar það
ár veitti hreppsnefnd Skeiðahrepps Guðmundi Lýðssyni
1B) Um þetta vísast til áðurnefndrar ritgerðar í Sögu 1975.