Saga - 1977, Side 200
194
SIGURÐUR RAGNARSSON
í námunda við orkuverin, enda landrými nóg’. Meginhluta
orkunnar átti hins vegar að nota til framleiðslu á áburði
til útflutnings og annarrar rafefnavinnslu í sama tilgangi.
Var ætlunin að leiða þennan hluta orkunnar til nálægra
hafna, þar sem skilyrði væru góð. Hafnaraðstaða austan-
fjalls, á Eyrarbakka, Stokkseyri og í Þorlákshöfn, var talin
ófullnægjandi og nauðsynlegar úrbætur afar kostnaðar-
samar. Því hafði niðurstaðan orðið sú að leiða orkuna til
Reykjavíkur, þar sem gera átti útskipunarhöfn og reisa
iðjuver. Það er í þessu samhengi sem skoða verður landa-
kaup Titans í Skildinganesi við Skerjafjörð, sem vikið
var að hér að framan.
Meðan Titan vann að undirbúningsrannsóknum og öfl-
un vatnsréttinda, og eins eftir að mál voru komin á ákvörð-
unarstig, reyndi félagið, og einstakir forvígismenn þess,
með ýmsum hætti að búa í haginn fyrir það og renna stoð-
um undir, að starfsemi þess gæti í framtíðinni orðið með
þeim hætti, sem að var stefnt. Má rekja dæmi um þessa
viðleitni bæði af erlendum og innlendum vettvangi. Eitt
af því, sem að var stefnt með útgáfu „rauðu bókarinnar“,
var tvímælalaust að laða stóraukið fjármagn að félaginu
með skipulegri áætlunargerð og kynningu á iðnaðarmögu-
leikum hér á landi. Erlendir stjórnarmenn félagsins gerðu
fleira í þessum efnum, m.a. birti G. Sætersmoen í Teknisk
Ukeblad ritgerðina „Islands betydning som fremtidig in-
dustriland“.25) Félagið sat heldur ekki með hendur í skauti
gagnvart innlendum aðilum, hvorki stjórnvöldum, sveitar-
stjórnarmönnum né almenningsálitinu yfirleitt. Annar
æðsti embættismaður landsins, Klemens Jónsson landrit-
ari, tók sæti í stjórn félagsins á fyrsta reglulegum hlut-
2B) 1 3. tbl. 1919, bls. 36—41. Blað þetta var gefið út af Den norske
ingeniorforening og Den polytekniske forening sameiginlega.
Ritgerðin, sem einnig var gefin út sérprentuð, var samhljóða
erindi, sem Sætersmoen hélt á fundi í Polyteknisk forening 12.
nóvember 1918.