Saga - 1977, Page 202
196
SIGURÐUR RAGNARSSON
Titans og fleiri aðila. Þá má í sambandi við kynningu á
málstað Titans minna á ýmis skrif Einars Benediktsson-
ar í íslenzk blöð frá þessum árum, þar sem hann flutti
þjóðinni boðskap sinn um hið erlenda fjármagn sem lykil-
inn til lausnar á vandamálum og vanþróun hennar. Má í
þessu sambandi minna á greinar eins og „Flokkastefnur
framtímans", „Landsmálaskoðanir" og greinaflokkinn
„Starfsfé fyrir lsland“. öll birtust þessi skrif í Ingólfi
haustið 1914.27) Þau komu síðar einnig á prent í bókar-
formi ásamt fleiri greinum Einars.28) Þá skal að lokum
minnt á viðræðufund, sem nokkrir forvígismenn félagsins,
þ. á m. þeir Oluf Aall og G. Sætersmoen áttu við Jón
Magnússon forsætisráðherra í Kaupmannahöfn í júní 1917,
einmitt um það leyti sem sérleyfisbeiðni fossafélagsins
Island var að hlaupa af stokkunum.29) Af því, sem hér
hefur verið rakið, má vera ljóst, að félagið og forvígismenn
þess höfðu uppi talsverða tilburði, bæði hér á landi og er-
lendis, til að kynna áform sín og afla þeim fylgis. En voru
þá áform þess raunhæf? Bjó einhver alvarlegur ásetning-
ur að baki þeim áætlunum, sem gerðar voru? Voru á ein-
hverju stigi málsins líkur á að af framkvæmdum yrði?
Sá, sem þetta ritar, er þeirrar skoðunar, að um alvarlegan
ásetning aðstandenda félagsins þurfi ekki að efast. Fyrir-
ætlanir þess þóttu um skeið glæsilegar og vöktu verulega
athygli, sem marka má af því, að hlutabréf þess gengu
kaupum og sölum á háu verði í Noregi seint á stríðsárun-
um fyrri.30) Þá seldi Einar Benediktsson mikið af hluta-
bréfum sínum í félaginu og öðrum eignum, enda hafði hann
þá undir höndum meira fé en í nokkurn annan tíma.31)
Það fellur fyrir utan ramma þessarar ritgerðar að svara
27) Ingólfur 18. okt. og 25. okt. og 15.—29. nóv.
28) Stjórnarskrárbreytingin og ábyrgð alþingis, Rvík 1915.
29) Laust mál, bls. 673.
30) Valgerður Benediktsson: Minningar um Einar Benediktsson, bls.
79—82 og Laust mál, bls. 695.
31) Ibid.