Saga - 1977, Síða 203
FOSSAKAUP OG FRAMKVÆMDAÁFORM 197
þeirri spurningu, hvers vegna framkvæmdir Titans fórust
fyrir. Til þess lágu vafalítið margar samverkandi ástæður,
sem vonandi gefst tækifæri til að fjalla um síðar á þessum
eða öðrum vettvangi. Þó skal að endingu aðeins vitnað til
ummæla, sem Ragnar Jónsson hæstaréttarlögmaður lét
falla, í bréfi, sem hann ritaði Bjarna Ásgeirssyni, sendi-
herra Islands í Oslo, þegar félagsslitum Titans var lokið,
en Ragnar hafði veg og vanda af þeim. Þessi ummæli
varpa nokkru ljósi á þau atriði, sem tæpt var á hér að
framan, og svara e. t. v. að nokkru þeim spurningum, sem
fram voru bornar.32) Ragnar segir í bréfinu: „Þegar ég
heyrði félagsins fyrst getið, var það kennt við brask og
jafnvel annað verra, en við það að kynnast skjölum félags-
ins hlaut ég að skipta um skoðun og er nú ekki í vafa um,
að til þess hefir verið stofnað í fullri alvöru og af björtum
vonum, sem um hríð var ástæða til að ætla að myndu ræt-
ast. Og hið nákvæma og samvizkusamlega starf, sem lagt
hefir verið í réttindakaup félagsins hér á landi, vakti að-
dáun mína, er ég kynntist því". Skulu þessi verða lokaorð
þáttar af fossafélaginu Titan.
VII. Kaup og sala vatnsréttinda í öörurn ám á Suöurlandi.
Fossafélagið Sleipnir
Önnur stórfljót á Suðurlandi fóru síður en svo varhluta
af ásókninni eftir fossum eða öðrum vatnsaflsréttindum.
Sá, sem þetta ritar, hefur áður gert ítarlega grein fyrir
þessum þætti að því er Sogið varðar.1) Einnig er lítillega
vikið að vatnsaflsréttindum í Sogi hér framar í ritgerð-
inni. Því verður ekki fjallað hér um Sogið sérstaklega,
nema hvað getið verður erindis frá fossafélaginu Island
til stjórnarráðsins í framhaldi af því, að sérleyfisumsókn
félagsins hafði dagað uppi á alþingi, en verið vísað til um-
32) Umrætt bréf í fórum höf.
0 Sbr. áðumefnda ritgerð í Sögu 1975.