Saga - 1977, Síða 206
200
SIGURÐUR RAGNARSSON
landsins, Gullfoss í Hvítá, til leigu um langan tíma og helzt
til kaups. Þá er það fékkst ekki, vildi hann fá keypta jörð-
ina Brattholt (í Biskupstungum), er á land að fossinum að
vestanverðu, þar sem að honum verður komizt, og þá jafn-
framt, að minnsta kosti, hálfan fossinn móts við Hamars-
holt í Ytri-hrepp, sem nú er í eyði. Bauð Englendingurinn
50 þús. kr. í jörðina". Eigandi og ábúandi jarðarinnar,
Tómas bóndi Tómasson, gaf engan kost á kaupi þessu, og
á hann samkvæmt frásögn Guðríðar Þórarinsdóttur að
hafa látið þau orð fylgja neitun sinni, að hann seldi ekki
vin sinn.6) Um þá afstöðu Tómasar að neita að selja
fossinn fórust Þjóöólfi svo orð: „Var það mikillar þakkar
vert fyrir landsins hönd og Tómasi bónda til mikils sæmd-
arauka ... Má ekki minna vera en þess sé getið opinber-
lega öðrum til fyrirmyndar". Sú skoðun kemur raunar
fram í Þjóðólfsgreininni, að vel geti komið til mála að
virkja fossinn. Það megi þó aðeins gera með þeim hætti
að leigja hann (ekki selja) til atvinnurekstrar einhverju
því félagi (útlendu), sem jafnframt „geri einhver stór
mannvirki til almennra nota, t.d. leggi járnbraut um Ár-
nessýslu til sjávar ...“ Ekki kemur neitt fram um það í
frásögn Þjóöólfs, hver Englendingur sá var, sem falaðist
eftir Gullfossi, né heldur í umboði hvaða félags hann gerði
það. Ekki er heldur getið um, að hann hafi notið aðstoð-
ar eða meðalgöngu neinna Islendinga, þótt trúlegt sé, að
svo hafi verið.
Augljóst er af öllu, að þessir atburðir rumskuðu all-
mjög við mönnum. Má m. a. marka það af þeim ummælum
Þjóöólfs hinn 18. október, að nú sé verið að gera ráðstaf-
anir til þess af hálfu landsstjómarinnar að fá Gullfoss
leigðan til 5 ára. Var samningur þar að lútandi undirritað-
ur skömmu síðar.7) Mæltist sú samningsgerð hvarvetna vel
fyrir. Einmitt þessi samningur er til marks um, að umtalið
6) Inn til fjalla, bls. 126.
7) Þjóðólfur, 28. febr. 1908 og Lögrjetta 4. marz 1908.