Saga - 1977, Page 207
FOSSAKAUP OG FRAMKVÆMDAÁFORM 201
um sölu á Gullfossi til útlendinga hefur vakið mikla at-
hygli, því að samningurinn er að því er bezt verður séð
algert einsdæmi. Leigutími skv. samningnum var 5 ár, frá
1. sept 1907 til jafnlengdar árið 1912. Skyldi árlegt eftir-
gjald eftir fossinn vera 300 krónur. Leigusali auk Tómas-
ar í Brattholti var hinn eigandi fossins, Halldór Halldórs-
son á Vatnsleysu í Biskupstungum, sem þá átti Tungufells-
torfuna.
Síðan leið og beið fram á útmánuði árið 1909. Þá gerð-
ist það, að áðurnefndir eigendur Gullfoss gerðu samning
við Þorleif Guðmundsson frá Háeyri um leigu á fossinum
til langs tíma.8) Var leigutíminn skv. samningi þessum
150 ár. Heimildum ber ekki allskostar saman um eftirgjald-
ið eftir fossinn. 1 nefndaráliti fossanefndar kemur fram,
að fyrstu fimm árin skyldi leigan vera 700 kr. árlega, en
þaðan af 1000 kr. á ári. Hér virðist þó gæta nokkurrar
ónákvæmni, því að ráða má af upplýsingum, sem fram
komu við réttarhöldin sem síðar áttu sér stað vegna ágrein-
ings um gildi þessa samnings, að leigan hafi aðeins verið
300 kr. á ári fyrstu fimm árin, en síðan verið gert ráð
fyrir áfangahækkunum. 1 framhaldi af þessum samningi
gerði Þorleifur í apríl 1909 samning um vatnsréttindi við
eigendur allmargra jarða í ofanverðum Biskupstungum.
Með samningi þessum tryggði hann sér gegn vægu gjaldi
og skuldbindingu um bætur fyrir jarðspjöll leyfi landeig-
enda til að veita Ásbrandsá í Hvítá. ofan við Gullfoss og
minnka þannig Vatnsleysufoss í Tungufljóti.9) Þessi samn-
ingur átti þó að falla úr gildi eftir tíu ár, ef mannvirkja-
gerð yrði þá ekki hafin við Gullfoss.
Svo virðist sem gerðir hafi verið tveir leigusamningar
um Gullfoss. Var hinn fyrri gerður 20. febrúar 1909, en
8) Sjá Nefndarálit minnihluta fossanefndar 1917, bls. 53—54.
Sbr. einnig Landsyfirréttardóma og hæstaréttardóma í íslenzk-
um málum X, 1917—1919, bls. 573.
9) Ibid.