Saga - 1977, Page 208
202
SIGURÐUR RAGNARSSON
hinn síðari 9. marz sama ár. Voru þeir að mestu sam-
hljóða, nema hvað síðari samningurinn hafði ekki að geyma
ákvæði, sem voru í hinum fyrri, um að landsjóður skyldi
eiga kost á að ganga að samningnum að jöfnum kostum
við aðra, ef leigurétturinn yrði framseldur.10)
Sú varð raunin, að Þorleifur Guðmundsson framseldi
Sturlu Jónssyni leigurétt sinn skv. samningnum. Átti það
framsal sér stað hinn 9. maí 1909.13) Af ýmsu má ráða,
að Sturla hafi í þessu tilviki verið erindreki Einars Bene-
diktssonar og réttindanna í Gullfossi hafi beinlínis verið
aflað í því skyni að fá þau síðar í hendur fossafélaginu
Skjálfanda eða þá Islandi.12) Af því virðist þó ekki hafa
orðið, enda varð Einar viðskila við sína fyrri félaga í þess-
um fossafélögum skömmu eftir að Sturla Jónsson öðlaðist
umráðaréttinn yfir Gullfossi svo sem frá var greint hér
að framan. Mál skipuðust því á þann veg, að Sturla hélt
leiguréttinum yfir Gullfossi um nokiturt árabil, unz leigu-
rétturinn féll niður vegna vanskila á greiðslu leigunnar.13)
Með þessu er þó sagan af Gullfossmálunum aðeins hálf-
sögð og tæplega það, því að eftirleikur þessarar samn-
ingsgerðar og framsalsins á leiguréttinum varð bæði lang-
ur og strangur og vakti mikla athygli um land allt á sinni
tíð. Hér verður ekki farið út í að rekja mál þetta í ein-
stökum atriðum, aðeins stiklað á fáeinum megindrátt-
um.14) Svo virðist sem Tómasi í Brattholti hafi tiltölu-
lega skömmu eftir samningsgerðina snúizt gersamlega
hugur í afstöðu sinni til hugsanlegrar virkjunar Gullfoss.
Hefur sú viðhorfsbreyting jafnan verið rakin til afstöðu
10) Lyrd. og hrd., bls. 573—574 og Inn til fjalla, bls. 122.
H) Ibid.
12) Inn til fjalla, bls. 122—123 og Sveinn Björnsson: Endurminn-
ingar, bls. 75—76.
13) Ibid.
14) Um „Fossmálið" vísast að öðru leyti til áðurnefndra rita: Inn
til fjalla, Sveinn Björnsson: Endurminningar og Landsyfir-
réttardómar og hæstaréttardómar í íslenzkum málum.