Saga - 1977, Side 210
204
SIGURÐUR RAGNARSSON
Það hafði svipaðan hátt á um réttindakaupin og fossafé-
lagið Titan. Sumpart keypti það vatnsréttindin af einstök-
um landeigendum, sumpart af hreppsfélögum, og einnig
keypti það einstaka jarðarhluta með gögnum og gæðum.15)
Þau hreppsfélög, sem seldu Sleipni vatnsréttindi, voru
Hrunamannahreppur, sem seldi félaginu vatnsréttindi í
Hvítá og þverám hennar á afrétti sínum. Þá seldi Bisk-
upstungnahreppur félaginu öll þau vatnsaflsréttindi, er
hann taldi sér á afrétti sínum með Hvítá og Hvítárvatni.
öll þau réttindakaup, sem hér um ræðir, voru gerð í des-
ember 1917, eftir að fossanefndin var setzt á rökstóla. Sé
hugað nánar að kaupum þessum, kemur í ljós, að félagið
greiddi hærra verð fyrir vatnsréttindi þau, sem hér um
ræðir, en dæmi voru til um annars staðar. Hið háa verð-
lag má e. t. v. skýra að nokku leyti með tilvísun til þeirr-
ar miklu dýrtíðar, sem gengið hafði yfir landið frá því
að heimsstyrjöldin hófst, en einnig má benda á, að verð
vatnsaflsréttinda hafði jafnt og þétt farið hækkandi frá
því að sala og leiga á slíkum réttindum hófst. Þá er ljóst,
að ásókn í vatnsréttindi hér á landi var í hámarki á þess-
um misserum.
Heimildir um fossafélagið Sleipni og framkvæmdaáform
þess eru af fremur skornum skammti. Þó virðist Ijóst, að
Gestur á Hæli var aðaldriffjöður félagsins. Kemur það m.
a. fram í því, að hann annaðist réttindaöflun félagsins að
langmestu leyti, þó að fleiri kæmu þar við sögu, einkum
Skúli Gunnlaugsson frá Kiðjabergi, síðar bóndi og hrepp-
stjóri í Bræðratungu, og Magnús Arnbjarnarson lögfræð-
ingur frá Selfossi.16) Af öðrum mönnum, sem riðnir voru
við félagið, má nefna þá Elías Stefánsson útgerðarmann
í Reykjavík og G. Copeland fiskkaupmann í Reykjavík.17)
Engra erlendra aðila er getið í sambandi við Sleipni. Jón-
10) Nefndarálit minnihluta fossanefndar 1917, bls. 62—66.
!«) Ibid.
17) Emil Jónsson: Á milli Washington og Moskva, bls. 36.