Saga - 1977, Page 211
FOSSAKAUP OG FRAMKVÆMDAÁFORM
205
as Jónsson vék lítillega að þessum þætti í starfi Gests
Einarssonar í minningargrein sinni um hann og sagði þar
m.a.: „Á síðustu misserunum, sem (Gestur) lifði, hafði
hann stofnað fyrsta alíslenzka fossafélagið með tveimur
mestu efnamönnum í Reykjavík. Áttu þeir Hvítá mestalla
að Gullfossi frátöldum. Miklar líkur voru taldar á því
um stund, að þeim mönnum gæti tekizt að reisa þar stór-
kostlegt íslenzkt fyrirtæki, þótt fjármagnið væri að miklu
útlent“.18) Sleipnir virðist allavéga hafa þá sérstöðu með-
al fossafélaganna, að allir hluthafar þess voru Islendingar,
en hæpið er þó að telja stofnun þess alfarið merki um þjóð-
lega viðnámsbaráttu gegn erlendri ásælni. Sú staðreynd,
að jafneldheitur þjóðernissinni og landvarnarmaður og
Magnús Arnbjamarson var við félagið riðinn, bendir þó
til, að einhverjar hugmyndir í þessa veru hafi vakað fyrir
forvígismönnum þess.
Flest er á huldu um framkvæmdaáform félagsins. Þó
hggur ljóst fyrir, að á þess vegum fóru fram nokkrar
i'annsóknir á virkjunaraðstæðum í Hvítá sumarið 1918.19)
Þær annaðist Jón Isleifsson verkfræðingur ásamt fimm
aðstoðarmönnum, en í þeirra hópi voru m.a. þeir Emil
Jónsson og Brynjólfur Bjarnason. Emil segir svo frá í
endurminningum sínum, að athuganirnar hafi verið bundn-
ar við þrjá staði. Fyrst voru athugaðir möguleikarnir á
að taka Hvítá í gegnum Hestvatn og leiða síðan vatnið í
jarðgöngum undir Kiðjabergshálsa. í aflstöð við Hvítá
rétt hjá Kiðjabergi. I annan stað voru gerðar mælingar
við Kópsvatn, þar sem Hvítá rennur úr gljúfrunum. Loks
voru svo athugaðar aðstæður og möguleikar til vatns-
ftúðlunar úr Hvítárvatni. Samtals tók rannsóknarleiðangur
þessi um það bil einn og hálfan mánuð, frá miðjum júlí
fram í byrjun september. Ekkert virðist hafa orðið úr frek-
ari rannsóknum af hálfu Sleipnis. Má ætla, að fráfall
18) Tíminn, 14. desember 1918.
18) Á milli Washington og Moskva, bls. 35—36.