Saga - 1977, Page 212
206
SIGURÐUR RAGNARSSON
Gests á Hæli hafi átt sinn þátt í að félagið lét ekki frekar
til sín taka. Þó má geta þess, að fossafélagið Sleipnir bar
allmjög á góma í kosningabaráttunni fyrir alþingiskosn-
ingarnar 1919, þannig að þá var greinilega reiknað með
því sem virkum aðila í kapphlaupi fossafélaganna, þótt
það heltist brátt úr lestinni.
VIII. Sala og leiga vatneréttinda í ö'örum vatnsföllum.
Dynjandi í Arnarfíröi
1 fyrri hluta ritgerðar þessarar, sem birtist í síðasta ár-
gangi Sögu, var drepið lítillega á viðskipti með vatnsafls-
réttindi í Dynjandi í Arnarfirði.1) Eins og þar var frá
greint var upphaf þess máls það, að Oddur V. Sigurðsson
vélfræðingur gerði hinn 31. júlí 1899 samning við Jóhann
Ó. Guðmundsson eiganda og ábúanda á Dynjandi, þar sem
hinn síðarnefndi seldi Oddi og hverjum þeim, er hann
kynni að fá í félag við sig, á leigu alla fossa í landi jarðar-
innar.2) Samkvæmt samningnum átti að greiða 50 kr. á
ári fyrir afnot fossanna. Var ráð fyrir því gert, að leiga
yrði fyrst goldin árið 1900, ef þá yrði byrjað að gera
mannvirki við einhvem fossanna. Ef framkvæmdir hæf-
ust ekki á því ári, skyldi greiðsla á leigu frestast til þess
árs, er mannvirkjagerð hæfist. Þó var gert ráð fyrir því,
að samningurinn félli úr gildi, ef engin leiga hefði verið
greidd fyrir árslok 1910. Jóhann bóndi Guðmundsson á-
skildi sér í samningnum rétt til þess að hækka leiguna að
tíu árum liðnum frá gerð samningsins úr kr. 50 í kr. 75 á
ári, ef fyrirtæki það, sem rekið yrði með afli fossanna
reyndist arðsamt. Oddur framseldi Einari Benediktssyni
þessi vatnsaflsréttindi sín sem önnur með kaupsamningi
þeirra hinn 22. nóvember 1907. Áður en þau viðskipti voru
1) Saga 1976, bls. 132—134.
2) Afrit af leigusamningi er í fórum höf.