Saga - 1977, Page 213
FOSSAKAUP OG FRAMKVÆMDAÁFORM 207
ráðin, hafði tvennt gerzt, sem breytti aðstæðum nokkuð.
Annars vegar ber að geta þess, að nú var Skúli Thorodd-
sen alþingismaður orðinn eigandi að jörðinni Dynjandi að
hálfu. Höfðu þau kaup verið gerð árið 1901 og 1902. Hins
vegar hafði Jóhann Guðmundsson, meðeigandi hans, þá
fyrir skömmu gefið út umboð til tveggja ára til handa
þeim Kristjáni Torfasyni kaupmanni á Flateyri og Andrési
Fjeldsted lækni á Þingeyri til að „koma í verð námuafurð-
um alls konar, veiði og vatnsafli öllu í landareigninni að
undanskildu nægu neyzluvatni fyrir heimilið".3) Þó var sá
fyrirvari í umboðinu, að þeir tvímenningar gerðu engan
fullnaðarsamning þessu viðvíkjandi án vitundar Skúla
Thoroddsens. Umboðið máttu þeir fela hvor öðrum eða
þriðja aðila. Þá var kveðið á um helmingaskipti á hagnaði
milli landeigenda og umboðshafa. Frá umboði þessu var
gengið á Dynjandi hinn 7. ágúst 1907.
Má af öllu þessu ráða, að Jóhanni Guðmundssyni hefur
verið talsvert í mun að koma í verð vatnsafli og öðrum
hlunnindum á jörð sinni. Er þó ekki að sjá, að hann hafi
haft árangur sem erfiði í því efni, því að ekki fengu um-
boðsmennirnir neinu áorkað að sinni.
Það gerðist svo í síðustu viku desembermánaðar árið
1910, að Eggert Claessen bauð fram við Skúla Thor-
oddsen kr. 50 sem greiðslu á leigu fyrir fossa í landi Dynj-
andi.4) Skúli neitaði hins vegar að veita þessari upphæð
viðtöku á þeirri forsendu, að hér væri um ólögmætt
greiðsluframboð að ræða, hvað sem öllum leigurétti liði.
Sú ákvörðun Claessens að bjóða fram leiguna var hins
vegar afar eðlileg. Hann gekk þar út frá upphaflega leigu-
samningnum, sem Oddur hafði framselt Einari Benedikts-
syni, en þar sagði að leigutaki missti réttar síns, ef eng-
3) Staðfest eftirrit af umboðinu er í fórum höf.
4) Afrit af yfirlýsingu Skúla Thoroddsen um þetta, dags. 31. des.
1910 í fórum höf.