Saga - 1977, Síða 214
208
SIGURÐUR RAGNARSSON
in leiga hefði verið greidd fyrir árslok 1910. Það, sem
Claessen gekk til, var að tryggja, að umbjóðandi hans,
Einar Benediktsson, héldi réttindum sínum áfram.
Árið 1913 keypti Skúli Thoroddsen hálflenduna af ekkju
Jóhanns Guðmundssonar og var þá eigandi allrar jarð-
arinnar. Hinn 9. júní 1915 gaf Skúli, sem þá var staddur
á Isafirði, út yfirlýsingu þess efnis, að samningurinn frá
1899 væri „löngu úr gildi genginn og algerlega marklaus
orðinn".5 6)
Það næsta, sem gerðist varðandi Dynjandi, var það, að
hinn 20. september 1916 gaf Skúli S. Thoroddsen yfirrétt-
armálaflutningsmaður, fyrir hönd dánarbús Skúla Thor-
oddsens, út fullt og ótakmarkað umboð handa Kristjáni
Torfasyni til að „selja eða leigja vatnsafl allt og náma-
afurðir allar í landareign jarðarinnar Dynjandi í Arnar-
firði“.°) Umboð þetta var þó bundið ýmsum skilyrðum. Var
það helzt, að eigi mátti selja vatnsafl jarðarinnar fyrir
minna en 50 þús. kr., nema í samráði við umbjóðanda. Átti
umboð þetta að gilda í tvö ár frá undirskriftardegi.
Skal nú um stund vikið að öðru efni, sem tengist þó
brátt náið því, sem rætt hefur verið um hér að framan.
Páll Torfason hét maður, bróðir Kristjáns þess, sem áð-
ur var nefndur. Páll var kaupsýslu- og fjármálamaður og
hafði á sínum tíma átt þátt í að leiða hinn erlenda hluta-
banka (þ. e. Islandsbanka) inn í landið. Árið 1913 sendi
hann alþingi erindi, þar sem hann beiddist þess, að það
samþykkti einkarétt honum til handa til að vinna salt úr
sjó með nýrri aðferð. Einnig kynnti hann í erindi þessu
fleiri tillögur um nýjan atvinnurelcstur. Fimm þingmenn
í neðri deild, þeir Benedikt Sveinsson, Pétur Jónsson, Guð-
mundur Eggerz, Matthías ólafsson og Bjarni Jónsson fró
Vogi, fluttu á þinginu tillögu til þingsályktunar um skipun
5) Afrit af yfirlýsingu Skúla í fórum höf.
6) Afrit af umboðinu í fórum höf.