Saga - 1977, Page 217
FOSSAKAUP OG FRAMKVÆMDAÁFORM
211
sem nokkurs konar umboðsmann landsjóðs og því dregið
taum hans. Björn Kristjánsson taldi, að nefndin hefði
sett allt of þröng skilyrði fyrir einkaleyfi því, sem um
væri að tefla. Hann lagði sérstaka áherzlu á, að hér væri
um að ræða nýjan atvinnurekstur, sem ekki hefði þekkzt
áður í landinu. Bæri að hlynna að nýrri starfsemi og" því
mætti ekki gera henni of erfitt fyrir. Mælti Björn með
frumvarpinu til samþykktar með breytingum, sem gerðu
það aðgengilegra fyrir leyfisbeiðanda.
Nefndin tók síðan frumvarpið til meðferðar að nýju og
gerði breytingartillögur til annarrar umræðu.11) Var mik-
ilvægasta breytingin sú, að nefndin lagði til að fram-
leiðslugjaldið á hverja smálest yrði lækkað úr 1 kr. í 50
aura. Þá gerðu þeir Kristinn Daníelsson og Jón Ólafsson
tillögu um, að fellt yrði úr frumvarpinu ákvæði það, er
heimilaði landstjórninni að hækka um helming að 10 árum
liðnum það hundraðsgjald af hreinum ágóða fyrirtækis-
ins, sem í landsjóð skyldi renna. Þannig breytt var frum-
varpið síðan samþykkt mótatkvæðalaust og afgreitt til
efri deildar. Þar fékk málið einnig góðan byr og var af-
greitt sem lög frá alþingi hinn 8. september.
. Ymsar spurningar vakna óneitanlega, þegar litið er á
nieðferð alþingis á þessu máli. Það vakti ekki upp neina
umræðu um grundvallarstefnu í slíkum málum. Umræður
um málið voi*u raunar mjög takmarkaðar. Þingheimur
virðist hafa látið stjórnast af peningavoninni einni sam-
an> en öll önnur sjónarmið verið látin lönd og leið. Verður
ekki annað sagt en alþingi hafi verið vikalipurt við Pál
Torfason, og það því fremur, þegar þess er gætt, að hann
hafði á þessum tíma litlar forsendur til að geta komið fyr-
h'tæki þessu í framkvæmd. Páli sagðist svo frá síðar, að
hann hefði, þegar hann fékk leyfisbréf íslenzkra stjórn-
valda hinn 11. maí 1914, ekkert átt utan tvær hendur
U) Alþingistíðindi 1913 A, þskj. 611, 634, 653 og 654.