Saga - 1977, Page 218
212
SIGURÐUR RAGNARSSON
tómar til að komast yfir nauðsynleg vatnsaflsréttindi og
til að koma fyrirtækinu upp.12)
Árið 1915 hafði Páli tekizt að afla nokkurs fjár, og kom
hann þá hingað til lands með tvo verkfræðinga, þá Krebs
vatnsvirkjafræðing og Liitchen námaverkfræðing. Þá um
sumarið stofnaði hann í Reykjavík félagið Islands Salt og
Kemiske Fabrikker. Hlaut reglugerð þess staðfestingu
stjórnarráðsins. Þegar Páll kom aftur utan tókst honum
að koma í verð stofnhlutum félagsins með því að taka
helming þeirra sjálfur. Fyrir það fé, sem félaginu þannig
áskotnaðist, var honum kleift að ráða ýmsa vísindamenn
til að sannprófa niðurstöður þeirra Krebs og Liitchen og
gera frekari athuganir og áætlanir. Árið 1917 gengu úr
skaftinu ýmsir þeir, sem heitið höfðu Páli atbeina, en þá
hafði fjárhagur hans vænkazt svo, að hann gat sjálfur
innleyst stofnhluti þá, er í umferð voru. Að sjálfs hans
sögn græddist honum á árunum 1917—1918 mjög mikið fé,
að nokkru vegna meðalgöngu, sem hann þá hafði um sölu
íslenzkra afurða erlendis.
Árið 1919 stofnaði Páll í samvinnu við ýmsa aðila í
Danmörku félagið Dansk-Islandsk Anlægsselskab A/S
með 700 þús. kr. hlutafé, sem innborgað var að fullu.
Helztu samstarfsmenn hans um félag þetta voru Carl Sæ-
mundsen stórkaupmaður, Lehn Schioler víxlari og fleiri
frammámenn í fjármálaheimi Dana. Páll seldi síðan Dam.sk-
Islands Anlægsselskab A/S hluti í Islands Salt og Kem-
iske Fabrikker, en yfirtók jafnframt rúman meirihluta í
fyrrnefnda félaginu. Um Lehn Schioler, sem varð formaður
Dansk-Islandsk Anlægsselskab A/S, farast Páli svo orð,
að hann hafi um þessar mundir verið „alþekktur marg-
milljónaeigandi og mjög handgenginn Landmandsbank-
12) Kemur fram í greinargerð fyrir umsókn, sem Páll sendi alþingi
1931, um sérleyfi til hagnýtingar fallvatna hans í Arnarfirði.
Er stuðzt við greinargerð þessa varðandi nokkur önnur atriði
í þessum kafla. Eftirrit hennar í fórum höf.