Saga - 1977, Page 219
FOSSAKAUP OG FRAMKVÆMDAÁFORM 213
anum“. Þá segir Páll félagið hafa haft „vilyrði þess banka
fyrir allt að 12 millj. króna rekstrarfé, ef fallvötn og annað
reyndist við fullnaðarmælingar verkfræðinga eins og á
horfðist".
Páll mun frá upphafi hafa haft augastað á fallvötnum
í Arnarfirði til virkjunar vegna þeirra fyrirtækja, sem
hér hefur verið um rætt. Er því rétt að taka upp aftur
þráðinn varðandi vatnsaflsréttindi þessa svæðis, þar sem
frá var horfið.
Umboð það, er Skúli S. Thoroddsen hafði gefið Krist-
jáni Torfasyni var til tveggja ára. Hinn 16. september
1918 framlengdi Theodóra Thoroddsen umboðið með sömu
skilmálum.13) Kristján Torfason gerði síðan samning við
Dansk-Islandsk Anlægsselskab um kaup þess á öllum vatns-
aflsréttindum í landi Dynjandi ásamt fullum rétti til að
gera í landi jarðarinnar þau mannvirki, sem nauðsynleg
væru til notkunar vatnsaflsins og starfrækslu iðnaðar.
Var kaupverð framangreindra réttinda kr. 50 þús., en af-
salsbréf fyrir þeim var gefið út hinn 21. júní 1919.14) Til
viðbótar vatnsaflinu í Dynjandi keypti Kristján Torfason
hinn 11. ágúst 1917 öll vatnsréttindi í Mjólká, Hofsá og
Svíná í Arnarfirði. Var kaupverð þeirra réttinda 2200
kr.is) Var þessum síðasttöldum réttindum síðan þinglýst
á nafn Islands Salt og Kemiske Fabrikker.
Þessi saga verður ekki rakin lengra að sinni. Þess skal
aðeins getið að lokum, að Dansk-Islandsk Anlægsselskab
sendi íslenzkum stjórnvöldum sérleyfisbeiðni eftir að lög-
in um vatnsorkusérleyfi voru samþykkt 1925. Á næsta
þingi voru síðan samþykkt lög um heimild til að veita
félaginu sérleyfi til framkvæmda, en af þeim varð ekki.16)
13) Eftirrit hins framlengda umboðs í fórum höf.
14) Eftirrit af því bréfi í fórum höf.
1B) Nefndarálit minnihluta fossanefndar 1917, bls. 66.
16) Alþingistíðindi 1926 A, Nd. 299, 403, 412, 436, 561, 584, 589
lög; Ed. 440, 500, 545 og 1926 B, 1821—1885. Sbr. einnig 1919
A, bls. 578—581.