Saga - 1977, Page 222
216
SIGURÐUR RAGNARSSON
fór nefndin þess á leit við stjórnarráðið, að það setti bráða-
birgðalög- um viðauka við fossalögin frá 1907 til að hefta
umrædd viðskipti. Stjórnarráðið var hins vegar ófúst að
fallast á tillögur fossanefndarinnar í þessum efnum, þann-
ig að engin slík lög voru sett. Ef farið hefði verið að ósk-
um nefndarinnar, hefðu a.m.k. sumar þær fossasölur, sem
greint hefur verið frá hér að framan, ekki getað átt sér
stað.23)
Lagarfljótsfoss
Hinn 15. desember 1917 var undirritaður milli Páls
Hermannssonar oddvita Tunguhrepps í Norður-Múlasýslu
og Karls Sigvaldasonar bónda í Syðri-Vík í sömu sýslu
samningur um leigu vatnsréttinda í Lagarfljótsfossi.24)
Hér var um að ræða leigu á þeim hluta fossins, sem til-
heyrði jörðinni Stóra-Steinsvaði í Hjaltastaðahreppi, sem
var eign Tunguhrepps. Leigutími skv. samningnum var
fimm ár, og skyldi árleg leiga vera 300 kr. á ári. Var fyrsti
gjalddagi leigu ákveðinn 1. apríl 1918. Áskilið var í samn-
ingnum, að leigutaki léti á samningstímabilinu fara fram
nákvæma mælingu á aflinu í fossinum og gæfi hrepps-
nefnd Tunguhrepps skýrslu um niðurstöðurnar. Samning-
urinn heimilaði, að leigurétturinn yrði framseldur Dansk
Andels Godningsforretning. Þó var sá fyrirvari gerður, að
samningurinn væri ekki bindandi fyrir samningsaðila, ef
íslenzkt löggjafarvald bannaði útlendingum að leggja fé
í verksmiðjuiðnað hér á landi.
Með bréfi til Páls Hermannssonar, sem dagsett er 9.
apríl 1918, tilkynnti Dansk Andels Godningsforretning
honum, að Karl Sigvaldason hefði framselt fyrirtækinu
23) Sjá um þetta Nefndarálit meirihluta fossanefndar 1917, bls.
VII—X. Einnig Þjóðskjalasafn, Atvinnumálaskrifstofa, Db. 5,
nr. 787.
24) Skrifstofa Islands í Kaupmannahöfn, Db. 2, nr. 663.