Saga - 1977, Page 229
EINAR LAXNESS
„Plan og Prospect af Bessesteds
kongsgaard“ 1720
Bessastaðir á Álftanesi komust í eigu Noregskonungs
á miðri 13. öld, þegar eignir Snorra Sturlusonar voru
gerðar upptækar eftir dráp hans. Á miðri 14. öld mun
staðurinn hafa orðið það, sem síðar var nefnt „konungs-
garður“, þ. e. embættisaðsetur æðsta erlenda fulltrúa kon-
ungs á íslandi, hirðstjóra, síðar höfuðsmanns, eða um-
boðsmanns hans, svonefnds fógeta. Islenzkir menn, sem
höfðu hirðstjóravöld, sátu á höfuðbólum sínum.
Eftir einveldistöku í Danmörku 1661 og erfðahyllingu
í Kópavogi 1662 urðu breytingar í stjórnsýslu á íslandi,
sem komust í framkvæmd á árunum 1683—88. Þá var í
stað höfuðsmanns skipaður landfógeti 1683 til að annast
fjármál og verzlun og stiftamtmaður (stiftbefalingsmaður)
1684 tii að annast æðstu stjórn Islandsmála í umboði kon-
ungs. Þar sem embætti stiftamtmanns var í upphafi ein-
ungis tignarstaða, sem í var skipaður Ulrik Christian Gyld-
enlove, 5 ára gamall launsonur Kristjáns konungs V., var
sérstakur fulltrúi hans, amtmaður, skipaður 1688 með
búsetu á Islandi og skyldi annast dómsmál og kirkjumál.
Þessir tveir embættismenn, landfógeti og amtmaður, áttu
báðir að hafa aðsetur í konungsgarði á Bessastöðum. Má
því gera ráð fyrir, að þar hafi löngum verið veglegri húsa-
kynni en annars staðar á landinu.
Um 1720 var svo komið, að konungsgarður var í mjög
bágbornu ástandi. Það staðfestir sú lýsing, sem Peder Ra-