Saga - 1977, Page 230
224
EINAR LAXNESS
ben stiftamtmaður hefur komið á framfæri við konung í
gegnum rentukammer í Kaupmannahöfn, en amtmaður var
þá Niels Fuhrmann og landfógeti Cornelius Wulf. 1 skjöl-
um rentukammers frá þessum árum er að finna uppdrátt
af Bessastöðum, — ,,plan og prospect af Bessesteds kongs-
gaard“, — sem sýnir glögglega húsaskipan á þessum tíma
á staðnum. 1 hinum dönsku skýringum við uppdráttinn eru
öll uppistandandi íveruhús, svo og kirkja, sögð „brostfæl-
dig“, þ.e. hrörleg, svo að þau eru næsta ónothæf. Ennfrem-
ur er þarna að finna teikningu af nýrri byggingu, sem
gerð er tillaga um að reisa. Þessar myndir, sem ekki hafa
birzt áður, fylgja hér með, lesendum Sögu til fróðleiks um
það, hvernig konungsgarður á Bessastöðum leit út á önd-
verðri 18. öld. Þær eru varðveittar á Þjóðskjalasafni.
Afleiðing umkvartana stiftamtmanns um slæmt ástand
húsa á Bessastöðum, leiddi einungis til þess, að reist var
nýtt timburhús á árunum 1721—25 (fyrir rúmlega 1000
ríkisdali); um það bil tveimur áratugum síðar var ástand
þess orðið svo slæmt, að þar fóru fram endurbætur (fyrir
um 1500 rd.) 1748—52. Ekki voru þær endurbætur til
frambúðar, því að 1760 var ákveðið að reisa nýtt hús úr
steini fyrir amtmann einan, þar sem landfógeti (Skúli
Magnússon) hafði fengið byggða Viðey og stjórnin látið
reisa þar stórhýsi (1752—54). Þannig reis hin nýja
Bessastaðastofa á árunum 1761—66, sem hýsti amtmann
og frá 1770 stiftamtmann til 1805, þegar latínuskólinn var
þangað fluttur, en stiftamtmaður hvarf til Reykjavíkur;
þessi Bessastaðastofa stendur enn, nú sem forsetasetur.
Kirkjan á Bessastöðum, sem sést á uppdrættinum, mun
reist um 1620 og hlaut gagngerðar endurbætur síðar á 17.
öld. 1720 er henni lýst, eins og öðrum staðarhúsum, sem
„brostfældig“. Samt stóð þessi kirkja uppi lengi enn, því
að nýju steinkirkjunni, sem ákveðið var að reisa 1773, var
ekki lokið fyrr en upp úr 1790, og í raun ekki fullgerð fyrr
en um 1820. Er það sú kirkja, sem enn stendur.