Saga - 1977, Page 234
Stutt athugasemd
Lýður Björnsson hefur í Sögu 1975, bls. 240—50, tekist á hendu’-
„að fara lítillega í saumana" á röksemdafærslu minni fyrir því ab
Oddur biskup Einarsson hafi samið Qualiscunque descriptio Islandiæ
(hér á eftir stytt Qdl). Um slíkt er ekki nema gott eitt að segja, sé
það gert á fræðimannlegan hátt. En því miður er aðferð Lýðs svo
gölluð að niðurstöður hans eru allt of oft á sandi reistar. Hér skal
aðeins bent á nokkur atriði, því að of langt yrði að tína allt til sem er
annaðhvort misskilningur eða órökstuddar ágiskanir.
1) Lýður tekur fram að um skoðanir mínar styðjist hann eingöngu
við formála íslensku þýðingarinnar á Qdl (Oddur Einarsson, Islands-
lýsing, 1971), en þar eru aðeins dregin saman meginatriði og mörgu
sleppt úr fyrri ritgerðum mínum. Lýður nefnir að vísu grein mína í
Nordælu (1956), en getur þess að engu að þar stendur sitthvað fleira
en í formálanum. Ritgerð mína í Aarboger 1934 minnist hann ekki
á, og verður ekki séð að hann hafi lesið hana. Sama á við um for-
mála Burgs að útgáfunni á Qdl, svo og ritgerð Jóns Samsonarsonar
i Opuscula III (1967).
2) Lýður styðst eingöngu við íslensku þýðingarnar á Qdl og De
mirabilibus Islandiae eftir Gísla biskup Oddsson, og því verður
allt sem hann segir um samanburð á þessum textum ónákvæmt eða
með öllu rangt.
Þessi skortur á fræðilegri undirstöðu hefnir sín óhjákvæmilega;
m. a. leiðir hann höf. út í vangaveltur um atriði sem löngu eru ljós
orðin og ekki þarf að fara í neinar grafgötur um. T. d. er allt sem
sagt er um hina glötuðu Islandslýsingu Odds biskups næsta torskilið
og sjálfu sér ósamkvæmt (sjá bls. 242—3, 247 og 248). Um tilvist
þessa rits er ekkert á huldu. Oddur sendi það Arild Huitfeldt, lík-
lega fyrir 1602, og síðar komst það á Háskólabókasafnið í Kaup-
mannahöfn. Þar notaði P. H. Resen það við Islandslýsingu sína, og
má rekja efni þess í meginatriðum eftir tilvitnunum hans. Fyrir
þessu er gerð rækileg grein í formála Burgs fyrir Qdl og greinum
mínum í Aarboger og Nordælu. Þar er sýnt fram á að þessi glataða
lýsing hefur verið aukin hreinskrift á fyrsta hluta Qdl. Enn fremur
er ljóst að Gísli Oddsson hefur víða þegið efni frá riti föður síns og
m.a. tekið úr því margar glefsur sem koma orðrétt heim við Qdl. Það