Saga - 1977, Page 235
STUTT ATHUGASEMD
227
er lítið að marka þótt orðalíkingar séu ekki alltaf miklar með ís-
lensku þýðingunum, því að allt annað verður uppi á teningnum ef
frumtextarnir eru bornir saman (sbr. grein Lýðs, bls. 242-3, en sú
grein hjá Gísla sem þar er rætt um, er nær orðrétt úr Qdl). Þenn-
an textasamanburð þurfti Lýður ekki einu sinni að gera sjálfur;
Burg gerði hann þegar fyrir 50 árum í formála sínum, svo að allar
vangaveltur um þetta efni eru þarflausar.
Á bls. 247 segir Lýður að lýsing Gísla Oddssonar á geirfuglaveið-
um sé mjög lík lýsingunni í Qdl, sem er engin furða, því að Gísli
hefur meginefni hennar þaðan. Hinsvegar eru fyrir því engin rök
að lýsingin í Qdl eigi við Geirfuglasker í Vestmannaeyjum, eins og
Lýður virðist ætla.
Á bls. 246 er minnst á lýsinguna á gosinu í Sólheimajökli 1580
°g því haldið fram að hún hljóti að vera gerð af sunnlenskum
sjónarvotti, en það mæli sterklega gegn norðlenskum höfundi. En
þessi rök duga skammt. Einmitt þessi lýsing var sannanlega í hinni
glötuðu Islandslýsingu Odds biskups, og er tekin þaðan í Islandslýs-
ingu Resens með beinni tilvísun í rit Odds sem heimild (sjá Aar-
beger 1934, bls. 168). Kemur hér enn fram sá skortur á undirstöðu-
þekkingu Lýðs sem áður var bent á.
Tilraunir Lýðs til að gera lítið úr þeim atriðum í Qdl sem benda
til kunnugleika á Norðurlandi, eru oft æði langsóttar. Vísitasíuferðir
Skálholtsbiskupa duga skammt til að skýra sérþekkingu í Þing-
eyjarsýslu, og sama á við um ferðir norðlenskra vermanna á Land-
eyjasand á 18. öld eða samgang sunnlenskra og norðlenskra ver-
uianna á Suðurnesjum. Grímsey telur Lýður eins geta verið Grímsey
a Steingrímsfirði, og er þó vandséð að hún hafi verið sunnlendingum
kunnari en hin. — Því má skjóta hér inn að smávegis ónákvæmni
í íslensku þýðingunni á Qdl hefur leitt Lýð á villigötur: Rætt er um
(íslandslýsing, bls. 94) að fiskbein hafi verið notuð til eldsneytis í
Grímsey „og kannski nokkrum öðrum aðliggjandi eyjum“. Lýður
telur þetta bera vitni um ókunnugleik, þar sem engar byggðar eyjar
kggi nærri Grímsey. En í frumtexta stendur: „in insula Grymsey
et aliis fortasse nonnullis insulis Islandiæ adjacentibus" (Qdl, bls.
45), þ. e. „eyjum sem liggja í grennd við ísland“, og er þá sú rök-
semd úr sögunni.
Margt fleira mætti tína til sem torvelt er að sjá að hafi nokkurt
sönnunargildi. Hér skal aðeins bent á þjóðsöguna um Magnús sálar-
háska (bls. 246), laxakistur í Elliðaám á 18. öld (bls. 247), skógar-
hruna á Suðurlandi (bls. 244; hann varð skv. Qdl á Þingvöllum
1587, en þar kann Oddur að hafa verið sjálfur eða a. m. k. Hóla-
uienn).