Saga - 1977, Side 240
232
RITPREGNIR
I bókinni eru myndir til prýði, en ég get ekki stillt mig um að
minnast örlítið á myndatexta bókarinnar. Sums staðar finnst mér
þar vera tengd saman atriði, sem óvíst er að séu sambærileg. Má
þar nefna að á síðu 19 er mynd of Oskoreia, sem samkvæmt norskri
þjóðtrú var draugáflokkur sem var á ferð um jólaleytið. Islenska
hliðstæðu telur Lýður t. d. vera söguna um Tungustapa, en það er
í fyllsta máta ólíklegt. 1 fyrsta lagi er í þeirri sögu um álfa að
ræða, sem fara um af gefnu tilefni og í öðru lagi er sagan um
Tungustapa mjög grunsamleg þjóðsaga og gæti verið þýdd og stað-
færð af skrásetjara, en eitt er víst að sagan er að mörgu leyti
ólík öðrum íslenskum þjóðsögum og ekki eru aðrar heimildir um
hana. Á síðu 83 er mynd af varúlfi og vitnað réttilega í Kvöldúlf,
en einnig til ævintýrisins um Rauðhettu, en það getur alls ekki
verið rétt, því að í ævintýrum er alltaf eðlilegt, að dýr tali og þarf
ekki að benda til neinna hamfara.
Hannes Þorsteinsson sem einna mest hefur stúderað rit Páls, en
þó mjög lauslega (Skírnir 1922, 79—80), segir þau merkileg fyrir
„sögu íslenskrar tungu“ og „guðfræðingurinn, málfræðingurinn og
jafnvel heimspekingurinn geti allir ausið þar upp mikilli fræðslu
hver í sinni grein.“ Augljóst er, að málfræðingnum er þessi útgáfa
lítill fengur, en fremur gæti guðfræðingurinn haft af henni not.
Þetta er nú orðin löng og fremur neikvæð upptalning og er það
illt, því að það er fremur sjaldgæft, að menn leggi rækt við þetta
tímabil, og ennþá sjaldgæfara að einkaaðilar vilji gefa slík rit út.
Þess vegna er mjög hryggilegt að svona illa skuli hafa til tekist, því
að vart er að vænta að bókin verði gefin út aftur endurskoðuð og
leiðrétt.
Einar G. Pétursson.
GALDRAR OG BRENNUDÓMAR eftir Siglaug Bryn-
leifsson. Útgefandi Mál og menning, Rvík 1976.
Þessi bók skiptist í 14 kafla og er, eins og nafnið bendir til, saga
galdra og galdrabrenna. Fyrstu fjórum köflunum ver höfundur til
þess að segja almennt frá göldrum og galdramálum erlendis, án
þess þó að rekja söguna nákvæmlega frá einu landi til annars. Hann
reynir að skýra galdur og bendir m. a. á hinn mikla mun, sem
kaþólska kirkjan gerði jafnan á svartagaldri eða meinagaldri, Mali-
ficium, sem notaður var til þess að vinna öðrum mein, og hvíta-
galdri eða lækningagaldri, sem menn notuðu sér til hjálpar, t. d.
í sjúkdómum. Hvítigaldur var talinn nauðsynlegur af kirkjunnar