Saga - 1977, Page 241
RITFREGNIK 238
mönnum, og raunar var trú kaþólskra á dýrlinga og kraftaverk í
eðli sínu hreinn hvítigaldur.
Höfundur greinir og frá uppkomu norna og skýrir, hvers vegna
konur urðu svo mjög fyrir barðinu á galdrafárinu. Hann ræðir einn-
ig áhrif efnahagsbreytinga og nýrra samfélagshátta nýaldar á
galdratrú og rekur nokkuð hvernig borgarmyndun og mikill flutning-
ur fólks frá sveitum til borga gat aukið kukl og þá um leið, að fátt
var betra en galdraáburður til þess að ná sér niðri á andstæðingi
sínum, raunverulegum eða ímynduðum.
Meginhluti bókarinnar fjallar um galdra á Islandi. Þar er rakin
saga galdrafársins hér á landi. Höfundur gerir fyrst grein fyrir
samfélagi og trúarlífi Islendinga og ber það saman við það, sem
tíðkaðist erlendis. Síðan rekur hann öll helztu galdramálin hérlend-
is og gerir flestum þeirra góð skil. 1 lokakafla bókarinnar er gerður
athyglisverður samanburður á galdrabrennum og aftökum hérlendis
og erlendis. Athyglisverðastur er hinn tölulegi samanburður þar
sem stuðzt er við nýjustu rannsóknir, sem gerðar hafa verið í ná-
grannalöndunum. Þar kemur í ljós, að hlutfallslega hafa galdra-
brennur líklega verið fleiri hér en í nokkru öðru landi Evrópu nema
Þýzkalandi. Með þessu er hafnað þeirri bábilju, sem lengi hefur
verið höfð fyrir sannleika hér á landi, að galdrabrennur hafi verið
tiltölulega fáar hérlendis, og íslendingar frjálslyndari í galdra-
málum en aðrar þjóðir.
Að þessari bók er tvímælalaust mikill fengur. Hún er allítarleg
og bætir úr brýnni þörf, þar sem bók Ólafs Davíðssonar um galdra
á Islandi er löngu orðin ófáanleg. Siglaugur Brynleifsson fjallar
um efni sitt á skemmtilegan og læsilegan hátt og af mikilli þekkingu.
Sú aðferð hans, að bera saman galdrafárið á íslandi og erlendis,
°g að setja galdra í rétt samhengi við hræringar í trúmálum og
ofnahagsmálum er einnig til mikilla bóta, en fram til þessa hefur
oftast verið ritað um galdur á Islandi sem eitthvert einangrað fyr-
irbæri, — illmennsku eða sturlun einstakra manna.
Heimildaskrá er aftast í bókinni og er henni skipt eftir köflum
°g vitnað beint til heimilda eftir því sem þær voru notaðar. Þessi
uðferð er trúlega þægileg fyrir höfundinn og vafalaust réttlætan-
leg en sjálfur kann ég betur við að vitnað sé til heimilda neðanmáls
°g heimildaskrá síðan birt í bókarlok.
Eins og fyrr segir gaf Mál og menning bókina út og er allur
frágangur á henni hinn smekklegasti.
Jón Þ. Þór.