Saga - 1977, Síða 242
234
RITFREGNIR
ISLENZKAR ÆVISKRÁR, frá landnámstímum til árs-
loka 1965. Jón Guðnason tók saman. Ólafur Þ. Kristj-
ánsson sá um útgáfu. VI. bindi. Reykjavík, Hið ísl.
bókmenntafélag, 1976. 560 bls.
Á síðasta ári kom loks út viðbótarbindi það við íslenzkar ævi-
skrár, sem margir höfðu beðið eftir um nokkurn tíma. Með þessu
nýja bindi er brúað það bil, sem varð á milli V. bindis Islenzkra
æviskráa, en það tekur til fólks er lézt fyrir árslok 1950, og Islenzkra
samtíðarmanna, en það verk er takmarkað við lifendur 1965 eða
þar um bil. Á þessu 15 ára skeiði, 1950—65, andaðist auðvitað margt
merkra manna og kvenna, sem einkar æskilegt er að geta í fljótu
bragði leitað nokkurs fróðleiks um, og því kemur þetta nýja viðbót-
arbindi nú í góðar þarfir fyrir alla þá mörgu er unna ættvísi og
persónufróðleik í landi okkar.
1 eftirmála er fylgir bindinu skýrir Sigurður Líndal, forseti Hins
ísl. bókmenntafélags, aðdragandann að útgáfu þess. Sr. Jón Guðna-
son (d. 1975) á greinilega mestan heiður af verkinu, en heilsa hans
leyfði þó ekki að hann gæti gengið frá prentsmiðjuhandriti; hlupu
þá undir bagga Einar Bjarnason prófessor og þó einkum ólafur Þ.
Kristjánsson fv. skólastjóri.
Meginhluti bindisins, bls. 5—517, hefur að geyma æviskrár hart-
nær 1200 látinna manna og kvenna. Flest þetta fólk andaðist á ár-
unum 1950—65, en einnig er hér að finna æviskrár allmargs fólks
frá fyrri tíð, jafnvel fólks, sem lézt á 19. öld. Eins og segir í eftir-
málanum eru í þessu bindi birt æviatriði tiltölulega margra þeirra,
er starfað hafa við landbúnað, útgerð, verzlun og iðnað, sé borið
saman við fyrri bindi verksins. Ljóst er þó, að hlutur embættismanna
og skólagengins fólks er hér enn mjög verulegur. Hlutur kvenna
hefur vaxið talsvert, og er það vel; hér má t. d. finna æviágrip
Helgu Brynjólfsdóttur (d. 1953), sem varð „106% árs og hefur
náð hæstum aldri Islendinga, sem um er vitað.“
Val æviágripa í rit af þessu tagi, sem eiga að ná að einhverju leyti
til flestallra starfsstétta þjóðfélagsins, verður yfirleitt umdeilan-
legt. Nokkru mun oft ráða, hversu auðvelt eða örðugt reynist að afla
vitneskju um lífshlaup fólks. Ýmis fyrirliggjandi starfsgreina„töl“
s. s. Alþingismannatal og Læknatal gera að verkum að auðvelt er
að fást við æviatriði þeirra, sem þar er greint frá, og lítil hætta
verður á að hlaupið verði yfir þá. Greinilegt er af tilvísunum í
lok hinna einstöku æviskráa í nýja bindinu, að ýmis fróðleikur er
sóttur í minningargreinar í dagblöðum, og má gera ráð fyrir að