Saga - 1977, Page 245
RITFREGNIR
237
Björn Haraldsson er ritfær maður, leggur sig meir eftir skil-
merkilegri frásögn en léttlæsilegri, en bókin virðist frá hans hendi
mikið alúðarverk (nema prófarkalestur). Þótt bókin í heild sé frek-
ar fróðleiksnáma en grípandi saga, kemur höfundur á víð og dreif
að spennandi söguefnum, sem hann túlkar og tengir af yfirsýn,
sem hver þjálfaður sagnaritari væri fullsæmdur af. Bjöm lítur
söguefni sitt gagnrýnisaugum, bæði hið eldra og nýrra, og eru
sjaldan líkræðulygnur í máli hans, þótt minningarrit sé. Er það víst
þakkarvert, en á stöku stað er naumast viðkunnanlegt, hve fast
hann talar fyrir eigin skoðunum á álitamálum. Heimilda er lítt
getið, sums staðar svo, að bagi er að, því að ályktanir Björns verð-
skulda fullan rökstuðning. Hann birtir mikið af hagtölum hvers
konar, reisir frásögn sína iðulega á þeim, og virðist það allt af
glöggum skilningi gert.
Helzt má að því finna, að stiklað sé á hagtölum einstakra ára, þar
sem nokkurra ára meðaltöl væru skilmerkilegri, en slíkt er svo alsiða,
að naumast er tiltökumál.
Helgi Skúli Kjartansson.
Páll H. Jónsson: ÚR DJÚPADAL AÐ ARNARHÓLI.
SAGAN UM HALLGRlM KRISTINSSON. Akureyri
(Bókaforlag Odds Björnssonar) 1976.
Hallgrímur Kristinsson var leiðtogi Kaupfélags Eyfirðinga frá
1902 og síðan Sambands íslenzkra samvinnufélaga til dauðadags 1923
°g stýrði nýmótun þeirra fyrirtækja beggja. Ævistarf hans er því
ttúkið söguefni.
Páll Jónsson hefur ritað ævisögu Hallgríms á vegum Sambandsins
°& í samráði við afkomendur hans. Hér koma því til greina kostir og
Sallar „opinberrar“ ævisögu: annars vegar greiður aðgangur að
heimildum, munnlegum og skjallegum, ög nýtur þess bersýnilega
1 þessari bók; hins vegar bindur slíkur trúnaður höfundi vissa
bagga, sem þó verður naumast séð, að orðið liafi Páli þungbærir
(helzt, að hann tali eilítið í gátum um fjölskyldu Hallgríms og heim-
Hislíf). Vafalaust er það fyrir smekk höfundar, en enga kvöð, að
“^kin öll ber allríkan lofgjörðarblæ. Ekki aðeins að Páll vegsami
s°guhetju sína og samvinnuhreyfinguna, heldur sveipar hann jafn-
''el ýmis aukaatriði dýrðarljóma, en er miklu sparari á áfellisdóma.
Jessi blær kann að vekja nokkra tortryggni, en ekki kann ég að
llefna nein dæmi þess, að lofgerðarviðleitni Páls leiði hann af götu
nákvæmrar frásagnar.