Saga - 1977, Qupperneq 246
238
RITFREGNIR
Af nákvæmri frásögn er mikið í þessari bók. Hún hefur verið í
smíðum í fjórtán ár, ígripavinna að vísu framan af, en bæði hefur
höfundur kannað aragrúa heimilda og gefið sér gott rúm til sög-
unnar, 400 drjúgar síður. Er þetta svigrúm meðal annars notað til
að birta mikið efni úr heimildum, sem ekki hafa verið nýttar fyrri,
einkum bréfum Hallgríms og dagbókum; einnig er tekið mikið upp
úr öðrum samtímaheimildum, flugritum, tímaritum og skjölum sam-
vinnufélaga. Löng og rækileg heimildaskrá fylgir bókinni, ekki skipu-
lega vísað til heimilda, en gerð grein fyrir þeim í meginmáli, þar
sem þörf krefur. Heimildamat höfundar sýnist yfirleitt glöggt og
skynsamlegt. Til að mynda leitar hann eftir föngum stuðnings
skjallegra samtímaheimilda við frásagnir sögumanna sinna. Þó má
segja, að Páll sé með köflum fullmikið á valdi heimilda sinna, láti
þær leiða sig út í aukaatriði, taki upp orðrétt, þar sem endursögn
dygði, og leggi ekki alltaf sjálfstætt mat á atburðatúlkun heimildar-
manna sinna; ekki er þetta þó til neinna stórlýta. Og á móti kemur
sjálfstæð og glögg rakning margra álitamála, einkum í fyrri hluta
bókarinnar.
Uppistaða bókarinnar er starfssaga Hallgríms Kristinssonar, sem
um leið er saga KEA og síðar Sambandsins. Er um þá hluti margt
ritað áður, en frásögn Páls er bæði glöggt yfirlit og eykur við
upplýsingum og skýringum um einstök atriði. Þá lánast höfundi að
lýsa á skýran og sannfærandi hátt skapgerð Hallgríms og persónu-
legri þroskasögu og rekja starfsævi hans í því ljósi. Hallgrímur
reynist kvikusár tilfinningamaður, meiri eldhugi en fasthugi, inn-
blásinn leiðtogi frekar en yfirvegaður, áhugi og hæfileikar fjöl-
breyttir og á sviði andans ekki miður en efnisins. Þessi persónu-
mynd virðist traustlega rökstudd og mun sæta nokkrum tíðindum
fyrir þá, sem áður þekkja Hallgrím einungis af viðskiptaafrekum
hans.
Hallgrímur Kristinsson kom mjög við sögu Framsóknarflokksins,
meðan báðir voru á dögum. Frá þeim málum segir Páll talsvert, rek-
ur sig sem mest, nærri því um of, eftir Sókn og sigrum Þórarins
Þórarinssonar, en dregur þó fram nýjar heimildir úr plöggum Hall-
gríms. Einnig koma fram upplýsingar um fyrri stjórnmálaviðhorf
Hallgríms (aðdáun á Páli Briem, fylgi við Björn Jónsson, óbeit a
stjórnmálum um hríð), sem ekki eru settar í glöggt samhengi.
1 ævisögu skýtur jafnan upp grúa manna og málefna, sem síðan
losna aftur frá aðalþræði sögunnar. Marga slíka enda rekur Páll
lengra en títt er, ekki sízt æviatriði þeirra, sem til sögu eru nefndir.
Auðgar þetta bókina að fróðleik, en íþyngir á hinn bóginn frásögn-
inni, þótt furðusmekklega sé jafnan á haldið. Þá er og að óþörfu,
en bagalausu, sagt frá ættum Hallgríms (allt til Guðbrands biskups