Ný saga - 01.01.1991, Síða 4
NÝ SAGA. Tímarit Sögufélags 5. árg. 1991
Útgefandi Sögufélag
Garðastræti 13b
101 Reykjavík
s. 14620
Pósthólf 1078 R 121
Prentað á íslandi 1991
Ritstjórar: Gunnar Þór Bjarnason
Eiríkur Kolbeinn Björnsson
Umbrot og forsíða: GIH-Auglýsingat.stofa.
Filmuvinna: Gutenberg
Setning: GIH
Prentun og bókband: Gutenberg
Letur: Meginmál: Garamond 10 á fæti. Fyrirsagnir: Garamond
27 . Millifyrirsagnir: Garamond 12 . Heiti höfunda: Futura 14 .
Myndatextar: Helvetica 8 á 9 fæti. Áhugavakar: Helvetica 8 á
9°fæti.
Pappír: Ikonofix, matt, 115 gr.
Ný saga kemur út einu sinni á ári. Greinar sem birtast í ritinu má
ekki afrita með neinum hætti, svo sem ljósmyndun, prentun,
hljóðritun eða á annan sambærilegan hátt, að liluta eða í heild,
án skriflegs leyfis viðkomandi höfundar.
Sögufélag var stofnað árið 1902. Hlutverk þess er að gefa út
hvers konar rit um sangfræði, einkum sögu íslands, heimildarrit,
fræðirit, yfirlits- og kennslubækur og tímaritin Sögu og Nýja
sögu. Félagsmenn eru þeir sem greiða áskriftarverð tímaritanna,
og þeir fá bækur Sögufélags meö 10-20% afslætti af útsöluverði.
Þeir sem óska eftir að gerast félagsmenn eða hafa efni fram að
færa í tímaritin geta snúið sér til skrifstofu og afgreiðslu
Sögufélags að Garðastræti 13b.
TIL LESENDA
Til hvers Nýsaga! Hún kemur nú út í fimmta sinn og því ekki
óeðlilegt að þessari spurningu sé velt upp. Ný saga var af-
sprengi breyttra aðstæðna, bæði í fjölmiðlun og þjóðfélaginu
öllu. „Sögufélag vill taka þátt í þeim breytingum, svara
kröfum tímans og leggja sitt af mörkum til þess að íslensk
sagnfræði nái athygli sem flestra. Þess vegna kemur Nýsaga
út.“ Þannig var komist að orði í ritstjórnarpistli fyrsta tíma-
ritsins.
Nýir tímar krefjast nýrra viðhorfa og breyttra vinnubragða.
Sagan skipar annan sess í hugum fólks nú en hún gerði fyrir
nokkrum áratugum. Eitt höfuðmarkmið þeirra sem hleyptu
Nýrri sögu af stokkunum var að ná til ungs fólks. Þegar litið
er á meðalaldur þeirra sem skrifað hafa í ritið kemur glöggt
í ljós að það hefur verið vettvangur yngra fólks úr röðum
sagnfræðinga. Til marks um þetta eru einnig aðrar áherslur
í efnisvali en hingað til hafa tíðkast í íslenskum fræðitímaritum.
Efnið hefur verið fjcilbreytt, auk þess sem kapp hefur verið
lagt á að kynna nýjungar innan sagnfræðinnar. En ekki má
gleyma því að almennir áhugamenn um sögu eru hlutfallslega
fleiri í Sögufélagi en gengur og gerist í sambærilegum
félagsskap í nágrannalöndunum. Tímarit félagsins geta því
aldrei orðið þröng sérfræðiril menntaðra sagnfræðinga.
Rætur íslenskrar sagnfræði eru alþýðlegar og í Nýni sögu
hefur með aðlaðandi útliti og athyglisverðum greinum verið
reynt að koma til móts við hinn almenna lesanda.
Við lifum á tímum hinna sjónrænu miðla. Nú eru að vaxa
úr grasi kynslóðir sem eru vanar myndmáíi frá blautu
barnsbeini. Myndirhafa skipað veglegan sess í Nýrrisögu og
reynt hefur verið að láta þær vinna með textanum. Þessi
áhersla á myndræna framsetningu ber vott um viðleitni til að
Ieita nýrra leiða í miðlun sögulegs efnis. Vonandi verður
áframhald þar á.
2