Ný saga - 01.01.1991, Qupperneq 16

Ný saga - 01.01.1991, Qupperneq 16
Hvernig er hægt aö réttlæta aö fjármunum sé variö i rannsóknir á horfinni tíð þegar eilíflega vantar fé til að verjast landeyðingu og tii aö hlynna aö sjúkum? Milli þess holla, afstæða mats á eigin Íífsháttum, sem Gunnar Karlsson gerir sig að talsmanni fyrir, og raunhæfrar ræktarsemi við þjóðlega menningarhefð þarf ekki að felast mótsögn, þar sem í slíkri ræktarsemi felst að í senn er slegin skjaldborg um hefðina og henni gefið nýtt inntak viö breyttar aðstæður. Æskilegast virðist, að sagan temdi okkur livort tveggja. Ef sagnfræðingar og aðrir þeir, er fást við íslensk fræði, taka virkan þátt í viðleitninni við að jiróa menningu og sjálfsmynd þjóðarinnar í sátt viö stöðugt fjölþættara og víðfeðmara umhverfi, virðist spurningunni um tilverurétt greinarinnar svarað með trúverðugum hætti. í raun ætti að gera þá kröfu til sérhvers sagnfræðings að hann spyrði stöðugt, hvort verk hans þjóni þessum tilgangi. Öll ritverk sagnfræðinga ættu þó ekki að snúast um þetta eitt, en það jafngilti að innan sagnfræöinnar væru aðeins stundaðar hagnýtar rannsóknir. Eigi fræðigreinin að ná að endurnýjast verða fræðimenn stöðugt að fá aukna jtjálfun í glímu við nýjar tegundir heimilda og færni í að nálgast jtær út frá nýjum sjónarhornum. Slík endurnýjun næst ekki án frumrannsókna. Hér að framan hefur verið vikið að einhverri yfirgrips- mestu spurningu sögusið- fræðinnar. Hún hlýtur hins vegar að fást við mörg afmarkaðri viðfangsefni, sem mótast af stöðu greinarinnar á hverjum tíma. Eitt af Joví, sem einkennt hefur íslenska söguritun upp á síðkastið eru sagnfræðiverk, sem gefin eru út af sérstökum oftast nær hátíðlegum tilefnum. Er jafnvel svo komið að helstu atvinnu- tækifæri sagnfræðinga felast í ritun „hátíðarsagna" af einhverju tagi. Margt er jákvætt við þróun þessa. Hún er merki um lifandi sögulega vitund. Þá er hér einnig á ferðinni eitt alhrigði þeirra æskilegu tengsla milli atvinnulífs og rannsókna, sem oröið hefur mikilvæg lífæð rannsókna bæði innan og utan háskóla. Á hinn bóginn getur verið, að sagnfræöin tengist „hátíðarmenningu“ þjóðarinnar um of með þessum hætti og hlutverk sagnfræðinga verði einkum talið felast í því, að hefja menn upp úr önnum hversdagsins við söguleg tækifæri. Hér á eftir verður bent á nokkur álitamál, sem mikilvæg eru við ritun sagnfræðiverka, er llokka mætti sem„hátíðarsögu“. Álitamál af þessu tagi öðlast sérstaka vídd varðandi verk, sem unnin eru á vegum opinberra aðila. Sú staöreynd að rit af j^essu tagi eru pöntuð við sérstök tilefni gæti valdið árekstrum milli áhuga- og hagsmunahópa og höfunda, hvað söguskoöun og sögutúlkun varðar. Til að mynda gæti verið, að verkkaupar mótuðust af meiri heföarhyggju og þörf fyrir minnisvarða við samningu slíks rits, en jregar hversdagslegri sagnaritun á í hlut. Við ritun opinberrar „tækifæris-" eða„hátíðarsögu“ gætu menn til að mynda vænst ítarlegri umfjöllunar um hið einstaka og séríslenska en hið dæmigerða. Hlutlægni og þröng þjóðleg túlkun gætu með öðrum orðum rekist á. Varðandi opinbera sagnarit- un er það einnig álitamál, hvort ritinu beri að vera heildar- niðurstaða af rannsóknum ákveðins tímabils eða hvort því beri að boða nýja tíma í rannsóknarsögulegum efnum. Að hluta til er hér um hagrænt mál að ræða og ræður þar úrslitum, hversu mikið svigrúm til frumrannsókna er skapað hverju sinni. Náskyld þessu er spurningin um það, hverjir eigi að rita slíka sögu. Ætti að jafnaði að velja höfunda úr hópi fræðimanna, er getiö hafa sér orð sem kennivöld þjóðarinnar eða á að veita fulltrúum nýrrar kynslóðar tækifæri til að reyna vængina? Þá verður og að spyrja að hversu miklu leyti skuli byggja slík verk á óumdeildum akademískum hefðum, sem hingað til hafa verið taldar hlutlægari en þær raunverulega
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96

x

Ný saga

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ný saga
https://timarit.is/publication/806

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.