Ný saga - 01.01.1991, Side 18
Margrét Guðmundsdóttir
ALÞÝÐUKONA OG LISTIN
Þér var alla œvi
ástum bundinn
gróður lands og lista'
Voð íslenskrar listasögu
er víða með losi og
glompum. Sérmennt-
uðum vefurum er látið eftir að
glíma við uppistöðu þeirrar
voðar. Hér verður aðeins skotið
örpræði gegnum uppistöðuna,
í þeirri trú að litsviftir geti orðið
af einum litlum þræði.
Hlutur íslenskra kvenna í
listasögu þjóðarinnar er æði
forvitnilegur. Brotunum úr þeirri
mynd hefur því miður enn ekki
verið safnað saman að neinu
marki. Það er eigi að síður ljóst
að það voru konur sem
dyggilegast studdu við bakið á
fyrstu myndlistamönnum þjóð-
arinnar. Það voru dætur og
eiginkonur embættismanna sem
gengu fram fyrir skjöldu, enda
höfðu margar þeirra hlotið
nokkra kennslu í teikningu.2
Hér á eftir verður hins vegar
fjallað um afstöðu alþýðukonu
til myndlistar. Hún komst í
kynni við nokkra upprennandi
myndlistarmenn þjóðarinnar og
varpar ljósi á fyrstu skref
listamannsefnanna til mennta.
Elka Björnsdóttir, verkakona í
Reykjavík leggur til bandið í
vefinn. Dagbækur hennar, frá
árunum 1915-1923, og bréf eru
uppistaða greinarinnar.
NÝR SJ ÓNARHEEMUR
Deigla menningar á íslandi í
lok annars áratugar aldarinnar
var í Reykjavík. Þá þegar var
hvergi á landinu eins mikið
framboð af kvikmynda- og
leiksýningum, tónleikum,
fyrirlestrum og myndalista-
sýningum og þar. Menningar-
umræða fór að mestu fram í
Hlutur íslenskra
kvenna I listasögu
þjóðarinnar er æði
forvitnilegur.
Brotunum úr þeirri
mynd hefur því
miður enn ekki
verið safnað
saman aö neinu
marki. Það er eigi
að síöur ijóst að
það voru konur
sem dyggilegast
studdu við bakið á
fyrstu myndlistar-
mönnum
þjóðarinnar.
Elka Björnsdóttir fæddist að Reykjum I Lundareykjadal 7. september árið
1881. Tveimur árum síðar fluttist hún með foreldrum sínum að Skálabrekku i
Þingvallasveit. Árið 1906 flutti Elka frá æskustöðvunum til Reykjavíkur og bjó
þar til æviloka. Fyrstu fimm árin i bænum var Elka í vist en geröist lausakona
eftir það. Þá starfaði hún m.a. við saltfiskverkun, síldarsöltun, þvotta,
heimilishjálp og aðra daglaunavinnu. Haustið 1917 tók Elka að sér ræstingar
á skrifstofu borgarstjórans og Slökkvistöðinni, að Tjarnagötu 12. Þar vann hún
í tæp fimm ár. Elka Björnsdóttir lést í febrúarmánuði 1924.
tímaritum, en þau fjölluðu
langmest um bókmenntir-.
Tímaritin birtu mjög sjaldan efni
um aðrar listgreinar. íslensk
myndlist leið sannlega ekki fyrir
skvaldur.
Hið íslenzka bókmenntafélag
sendi félagsmönnum sínum
Skími, sem bini langar ritgerðir
um ýmsa þætti íslenskrar
menningar og var í hópi
metnaðarfyllstu tímarita. Halldór
Guðmundsson hefur kannað
félagatalið fyrir árið 1919. Hann
bendir á, að þá bjuggju 320 af
1600 félagsmönnum í Reykjavík
og þeir tilheyrðu flestir efri
millistétt eða borgarastétt. í
bænum var hins vegar enginn
óbreyttur sjómaður félagi og
aðeins sjö konur. í hópi
reykvísku kvennanna var a.m.k.
ein verkakona, Elka Björnsdóttir.
í dreifbýlinu var félagatalið öllu
alþýðlegra, eins og Halldór sýnir
fram á. Fólk utan þéttbýiis-
16