Ný saga - 01.01.1991, Page 21

Ný saga - 01.01.1991, Page 21
ALÞYÐUKONA OG LISTIN sér steypibað undir dálitlum fossi“. Mesta hrifningu göngu- mannanna vakti Gullfoss þegar þeir sáu hann „lauga geisla vestansólarinnar og mynda þannig töfrandi litaskrúð, hina fegurstu sjón sem nokkur þeirra félaga þóttist séð hafa.“15 íslensk náttúra varð uppsprettulind sköpunargleði göngugarpanna tveggja sem lögðu myndlist fyrir sig. Þegar tímar liðu fram skynjuðu þeir fegurð í stirðu jafnt sem prúðu skapi Fjallkonunnar. Finnur Jónsson og Ásmundur Sveinsson áttu á brattann að sækja enda settu þeir markið hátt. Listamannsefnin hvikuðu hins vegar ekki frá staðföstum ásetningi um menntun, þótt ráðamenn þjóðarinnar yrðu sífellt gjöfulli á úrtölur en hvatningarhróp. ÖRLAGABUNDIN NAUÐSYN Upp úr 1920 lögðu æ lleiri landar fyrir sig listnám. Ný kynslóð íslenskra myndlistar- manna var að vaxa úr grasi. Þroskaár þeirra voru íslenskri listþróun harla óhagstæð. Örvun yfirvalda til lista hefur sjaldan eða aldrei verið minni en á áratugnum 1918-1928. Ríkið keypti mjög sjaldan listaverk fyrr en eftir stofnun Menntamálaráðs 1928. Styrkir til listamannsefna voru auk þess litlir og fóru nær stöðugt minnkandi.16 „Nærri stappaði jafnvel, að forráðamenn þjóðarinnar sýndu hinni uppvaxandi listamanna- kynslóð beina óvild, og opinberlega var látið aö því liggja hvað eftir annað, að fjölgun listamanna væri jrjóðfélagslega varhugaverð." Fjallað var um styrki ti) listamanna á alþingi árið 1921. Þá sagði Þórarinn Jónsson, þingmaður Húnvetninga, að þeir væru tvíeggjað sverð, sértaklega styrkur til náms- manna:17 „Hann dregur úr sjálfs- bjargarviðleitni mannsins, sem er hans sterkasta skapandi afl, ef hún er ólömuð. En sá, sem ekki þarf annað en rétta fram hend- Finnur Jónsson árið 1922. Hann var gistivinur hjá Elku í rúmar sex vikur í árslok 1921. Hún skrifar að Finnur hafi gert sér „vistina aö góðu þakksamlega, þótt ófullkomin væri, hann var líka auðveldur og skemmtilegur gestur, góðlátur og prúður. “ Fíka segir að Finnur sé „hto ágætasta listamannsefni" en bætir við: „Sárthvaðhann verðuraðberjast við mikla fátækt; en hann ereinbeittur á framsóknarbrautinni eins og bræður hans. “(17.12.1921) ina, til þess að fá jrað, sem hann vantar, lærir aldrei að meta gildi þess.“ Þremur árum síðar lögðu þingmennirnir Halldór Stefánsson og Jón A. Jónsson til að styrkir til listamanna yrðu lagðir niður. Sá fyrrnefndi hélt jiví fram að fjárveitingar til listamanna væru ójDarfar, jafnvel skaðlegar. Þær gælu leitt til j)ess að hæfileikalausir menn fengju ranghugmyndir um sjálfa sig.1" Það hefur sjaldan verið tal- inn sérstakur vegsauki á íslandi að verða hungurmorða, nema ef vera skyldi |íegar listamenn áttu í hlut. Lengi var haft fyrir satt að sá maður sem fyrstur var kenndur við myndlist hér á landi, Sigurður rnálari Guðmundsson, hafi dáið úr hungri.19 Menningarpólitík yfirvalda á áratugnum 1918- 1928 dró dám af þeirri trú að hungurmorð væri mynd- listarmönnum örlagabundin nauðsyn. Haustið 1919 lögðu þeir Finnur Jónsson og Asmundur Sveinsson á myndlistarbrautina, sigldu til Kaupmannahafnar drekkhlaðnir bjargræðishvöt en hvorugur lestaður námsstyrk. Veganesti j^eirra var kjarkur og einbeittur vilji til að læra j:>aö sent hugurinn stóð til. Þessir upprennandi snillingar hófu báðir nám í teikningu hjá Viggo Brandt í Statens Museum for Kunst og sóttu einnig tíma í Teknisk Selskabs Skole, en sá skóli bjó nemendur undir inntökupróf í Konunglegu akademíuna. Furðumargir íslendingar voru að læra myndlist í Kaupmanna- höfn. Samtíma Ásmundi og Finni, veturinn 1919-1920, má m.a. nefna Jón Þorleifsson, Jón Jónsson húsamálara og Tiyggva Magnússon.20 Sá síðastnefndi skar sig óneitanlega dálítið úr hópnum. Tryggvi Magnússon var langyngstur þeirra félaga, aðeins 19 ára.21 Hann var elstur sjö systkina og fór utan strax að loknu gagnfræðaprófi. Tryggvi átti jrví hvorki von á íjárhagslegum stuðning foreldra sinna né hafði til handverks að hverfa ef allt um þraut. Þessi Listamannsefnin hvikuðu hins vegar ekki frá staðföstum ásetningi um menntun, þótt ráða- menn þióðarinnar yrðu sífellt gjöfulli á úrtölur en hvatningarhróp. Ráðskonan (Gólfþvottur) eftir Ásmund Sveinsson mynd- höggvara. Fáir íslenskir myndlistarmenn hafa gert vinnu alþýðukvenna betri skil en Ásmundur. Alþýðukonur hans eru hnarreistar, stoltar og sterkbyggðar hvunndagshetjur. Asmundur var einn bréfa vinur Elku. Hann skrifar: „ Þú mátt ekki reiðast mér þó að ég sé latur að skrifa, viltu senda mér linu við og við samt. Þú fylgist óvanalega velmeð íöllum málum heima og skrifar eldsterkt íslenskt mál, ég meina það i alvöru. “(Bréf Asmundar Sveinssonar, dagsett í Stokkhólmi 4.8. 1920 til Elku.) 19

x

Ný saga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ný saga
https://timarit.is/publication/806

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.