Ný saga - 01.01.1991, Page 23
ALÞÝÐUKONA OG LISTIN
íslenskir námsmenn í Kaupmannahöfn voriö 1921. Taliö frá vinstri: Tryggvi Magnússon teiknari, Finnur Jónsson
listmálari, Valdimar Sveinbjörnsson íþróttakennari og Hjörtur Björnsson myndskeri.
Finnur Jónsson tók
á móti bróöur sínum
og Hirti í Kaup-
mannahöfn. En
honum haföi ekki
tekist að útvega Hirti
samastað, eins oa
gert haföi verið ráo
fyrir.
glötuð. Fimmtán ára aldurs-
munur var á þeim systkinum,
Elka var sem önnur móðir
Hjartar. Bréfin bera merki
þessa, frásagnarefnin og
áherslan væru örugglega önnur
ef viðtakandinn væri faðir eða
vinur. Hjörtur var t.a.m.
greinilega þráspurður um
matarvenjur af systur sinni. Með
hjálp bréfanna má draga upp
ágæta mynd af hversdagslífi
íslenskra ungkarla í Höfn
veturinn 1920-1921.
Hjöitur varð samskipa Ríkarði
til Kaupmannahafnar. Þeir voru
viku á leiðinni, hrepptu ágætt
veður fyrir utan þoku sem tafði
nokkuð ferðalangana. Ríkarður
var á leið til Ítalíu, alþingi hafði
veitt honum sérstakan styrk til
þeirrar farar. Fjárveitinganefnd
taldi Rómarferðir „ennþá
nauðsynlegri listamönnum en
þær voru sálum syndugra
manna á miðöldunum."31 Þær
gætu komið í veg fyrir að
listamenn ofmetnuðust af
verkum sínum.
Finnur Jónsson tók á móti
bróður sínum og Hjrti í Kaup-
mannahöfn. En honum hafði
ekki tekist að útvega Hirti
samastað, eins og gert hafði
verið ráð íyrir. Húsnæðisskortur
var gríðarlegur í Höfn á stríðs-
árunum, en náði hámarki árið
1920.32 Hjörtur dvaldi því fyrstu
vikurnar á hóteli, örugglega í
fyrsta sinn á ævinni. Nóttin
kostaði tvær krónur og 50 aura,
án fæðis. Þetta var mjög ódýrt
hótel, víða fór verðið upp í 5
til 6 krónur. Það var engu að
síður of dýrt til lengdar fyrir
íslenskan lærling. Á næstu
vikum var reynt að fá Hirti
fastan samastað. Honum stóð
til boða að leigja herbergi með
Jóni Jónssyni, málara. En Hirti
fannst leigan há, 90 kr. á
mánuði fyrir utan ljós og hita,
og „svo held ég að Jón sé
ekkert skemmtilegur", skrifar
hann systur sinni.33
Um mánaðamótin október-
nóvember flutti Hjörtur í
herbergi Finns að Lykke-
holmsalle 4 A. Þá var Tryggvi
Magnússon enn ókominn frá
íslandi og hafði ekkert látið í
sér heyra frá því um vorið.
Félagarnir í Höfn töldu
sennilegast að fátækt hamlaði
utanferð hans. Hjörtur fékk því
inni hjá Finni meðan beðið var
frétta frá Tryggva.
Herbergið er gott og
viðkunnanlegt bjart og rúmgott
og svo er „mikill kostur að það
er á mjög rólegum stað, en þó
ekki afskekktum. Rafljós fylgir
því en ekki hiti.“ (12.11.1920)
Einhver húsgögn fylgdu
herberginu, a.m.k. skrifborð. En
fyrstu dagana stóð Hjörtur í
stappi við leigusalann, sem hann
kallar alltaf „kerlinguna".
„Eg var farinn að sjá eftir því
að hafa ekki komið með
sængurföt, því kerlingin sagðist
ekki hafa í rúm nema handa
einum, það sem Finnur hefði.
Svo svaf ég undir sóffateppinu
í tvær nætur, en daginn eftir
var kominn sæng og lök í
sóffann og hef ég sofið við það
síðan og hvorugt minnst á
það.“ (12.11.1920) Herra-
mennirnir þurftu ekki að þrífa
herbergið sjálfir, jaað var
innifalið í leigunni. Herbergis-
frúin sá einnig um að búa um
rúm þeirra félaga, þótt
misbrestur yrði stundum á því:
„það er ekki nærri alltaf að
kellingin býr um okkur, hellir
úr skolpfötunni eða sækir vatn
í könnuna, en þetta gerir ekki
svo mikið til,“. (21.12.1920)
Finnur og Hjörtur greiddu 80
kr. á mánuði í leigu og fyrir
þjónustuna. Herbergisfrúin
þvoði hins vegar ekki af þeim
spjarirnar. En félagarnir höfðu
heppnina með sér. Við
Lykkeholmsalle var jivottahús
þar sem jaeir létu þvo af sér,
borguðu fyrir hvert stykki og
þótti vel gert.
Veðrið var gott jiennan vetur
í Kaupmannahöfn „sífelld blíða
að því að við mundum kalla",
segir Hjörtur. En þrátt fyrir jaetta
góðviðri fanst Hirti kalt og
hráslagalegt. „Hvert vindkul
ætlar að smjúga gegnum allt
og jsrengir jaessu eiturlofti, sem
hér er að manni.“ í byrjun
desember höfðu jaeir Finnur
En þrátt fyrir þetta
góöviöri fannst Hirti
kalt og hráslagalegt.
„Hvert vindkul æilar
aö smjúga gegnum
allt og þrengir
þessu eituilofti, sem
hér er að manni."
21