Ný saga - 01.01.1991, Qupperneq 25
ALÞÝÐUKONA OG LISTIN
um sóma sinn. Það var
nærri tveggja tíma gangur
heim, sporvagnar ganga
ekki á nóttunni. (8.12.1920)
Finnur var auðvitað búinn að
þaulskoða listasöfn í Kaup-
mannahöfn og bauðst til að fara
með Hjört. Fyrst var Carlsberg
Glyptotek heimsótt. Mynd-
verkin vöktu að sönnu ekki
sérstaka athygli Hjartar nema
eitt eftir „aumingja Rembrandt".
En byggingin sjálf jress meiri
og henni er lýst næsta ítarlega
í bréfi til Elku. „Manni hlýtur
að oflrjóða að allt það skraut
og íburður skuli vera keypt fyrir
örlítinn part af því sem heimskir
menn hafa látið fyrir bjór.“
Safnverði kallar hann
einkennisbúna „þræla“,
sennilega að hætti Finns. En
Hirti fannst erfitt að skoða söfn,
sagðist orðinn slituppgefinn
eftir 3 tíma og hugsunin aukin
heldur orðin hálf sljó.«
í byrjun desember hætti Finn-
ur Jónsson gullsmíðunum og
snéri sér að myndlistinni. Hann
hóf nám hjá Olav Rude sem
þótti einn mesti framúr-
stefnumaður í danskri málaralist.
Hjörtur sótti málverkasýningar í
Kaupmannahöfn og hefur
sennilega notið leiðsagnar
herbergisfélagans í vali á
sýningum.
Ég kom um daginn á
málverkasýningu sem
Kjarval hélt, mér fannst
heldur lítið til flestra
myndanna koma, |oó sumar
væru rnjög fallegar. Svo kom
Veitingar voru
ærnar og
gleöskapur mikill
meö söna og
hljóöfærasíætti,
dans og leikjum.
Gestirnir fóru ekki
heim fyrr en
klukkan fjögur aö
nóttu. Gönguferöin
heim varð aö
ævintýri meö
sómakærri dömu.
stórborginni og málinu. í fyrsta
bréfi Hjartar heim segir: „Ekki
er ég mjög hrifinn af þessari
Kaupmannahöfn, hún er nóg
til að gera mann vitlausan, fyrst
í stað.“ Hann vandist þó
borginni fljótt og lét sér ekki
leiðast. Hjörtur fullvissaði systur
sína engu að síður um að hann
væri ekkert spenntur fyrir lífinu
í Höfn.H En stórborgarbragurinn
sem endurpeglast óneitanlega
í eftirfarandi lýsingu hlaut að
valda henni áhyggjum. „Fréttir
teljast það ekki sem er í
blöðunum á hverjum degi um
þjófnað, rán, morð, mis-
þyrmingar o.þ.u.l.. Það er svo
alvanalegt að maður hættir að
taka eftir því.“ (3.1.1921)
Hjörtur kynntist nokkrum
Islendingum sem búsettir voru
í Kaupmannahöfn. Ríkarður
dvaldi í Höfn fram undir jól.
Hann bjó úti á Austurbrú hjá
Þórði Jónssyni tollþjóni og
konu hans Steinunni
Olafsdóttur. Finnur og Hjörtur
voru báðir heimagangar hjá
þeim hjónum. Fjöldi landa lagði
leið sína út á Austurbrú til
Þórðar og Steinunnar, heimili
þeirra var miðstöð íslendinga í
Höfn. Herbergisfélagarnir
Irjuggu ekki í göngufæri frá
Austurbrú „annars væri ég þar
oftar á kvöldin, því það er hálf
kalt hérna hjá okkur“, skrifar
Hjörtur. Honum fannst mikið
til gestrisni hjónanna koma og
það sem mest væri um vert allir
fengju góögeröir."
Hjörtur kynntist gleðiboðum
Dana. Honum var boðið til
meistara síns í Hellerup. Annar
sonurinn átti afmæli og jtiangað
var boðið 30 ungmennum.
Veitingar voru ærnar og
gleðskapur mikill með söng og
hljóðfæraslætti, dans og leikjum.
Gestirnir fóru ekki heim fyrr
en klukkan fjögur að nóttu.
Gönguferðin heim varð að
ævintýri með sómakærri dömu.
ég átti samleið nærri heim
með svolítilli stúlku títlu,
henni þótti ósköp vænt um
að ég var henni samferða,
því hún væri svo hrædd að
vera ein úti á götu að nóttu
til, og var það lítil furða, ef
þeim er annars nokkuð annt
Velvildarmenn Hjartar og Finns í Kaupmannahöfn, hjónin
Þórður Jónsson og Steinunn Ólafsdóttir. Eirstunga eftirRíkarð
Jónsson.
ég á sýningu hjá dönskum
málara, þar var ekkert að
hafa sem sjáandi var, eina
bótin að það var ókeypis
aðgangur að þeim báðum.
Svo sá ég hina árlegu haust-
listasýningu dana, og þar
keyrði fyrst um þverbak,þar
var futurisminn svo magn-
aður að engu var líkara en
myndirnar væru eftir al-
brjálaða menn. (8.12.1920)
Félagarnir höfðu mjög ólíkar
hugmyndir um myndlist. Finnur
var djarfari og fylgdi nýjum og
róttækari viðhorfum, sem fólu í
sérbrum umbreytinga. Hann átti
eftir að gera stórhuga og
metnaðarfulla tilraun til að rjúfa
einangrun íslenskrar myndlistar.
Hjörtur átti eftir að sjá enn
magnaöri myndir hjá vini sínum.
Hjörtur hugðist ekki leggja
listina fyrir sig, þótt Elka gerði
sér vonir um það. Hún skrifar
bróður sínum og segir
að„margir spái því“ að Hjörtur
verði listamaður. Hann tók því
fjarri og skrifar: „mér liggur þá
við að taka undir með „mingja"
Stefáni" „Mér þykir nú bara gott
ef mingja Gunnlö veit hvað
kunst er.“(11.3.1921)
Finnur vildi hins vegar gera
herbergisfélaga sinn að
þingmanni og hvatti Hjört til
að gefa sig að stjórnmálum. Sú
hugmynd féll í betri jarðveg þó
ekki vildi hann verða
þingmaður „hef aldrei tíma til
þess ]x) ekki væri annað til
fyrirstöðu.“
í ársbyrjun 1921 fór verð á
matvöru og eldsneyti að lækka
í Danmörku. Mjólkurlítrinn sem
kostaði 67 a. i október var
kominn niður í 48 a. í febr-
úarmánuði. Verðlækkun á
eldsneyti varð þó öllu meiri, en
það skipti ekki sköpum fyrir
herbergisfélagana sem höfðu að
mestu sparað sér þann
útgjaldalið. Peningaleysið fór að
sverfa að herbergisfélögunum.
Þeir fluttu því úr Lykke-
holmsalle að Gothersgade 87 II
í marsbyrjun. Þar greiddu þeir
60 kr. á mánuði fyrir herbergi í
gömlu húsi án rafmagns og ekki
eins vel búið húsgögnum.
Sambúðin við húsfélaga í
Lykkeholmsalle hafði ekki
23