Ný saga - 01.01.1991, Page 30

Ný saga - 01.01.1991, Page 30
Jón Thor Haraldsson sonar birtist Valtý, og er nú heldur en ekki komið annað hljóð í strokkinn: Valtýskan minn versti fjancli var á jöröu; eg hef fengiö œðri þekking; engin nú mig ginnir blekking. Upp nú lyfti' ég höndum hátt og hana blessa; hún skal ráða lýð og landi, ljúf og góð sem vemdarandi. Eitt er undarlegt í þessari rímu. Svefnherbergi Valtýs er svo lýst, og ekki annars húsbúnaðar getið: Stóð á ofni hundsmynd hátt í herberginu, hafði gull á hvítu trýni; hundurinn var úrpostulíni. Reykvískir postuiínshundar. Svo þegar draugurinn svífur á braut: Hvarf þá vofan; hissa Valtýr horfði' í bláinn, bœði af ótta og undrun bundinn; ekkertsá hann nema hundinn. „Manna oa fljóða “ í Keflavik. Lesið „með meiningu" gætipetta mmnt a þao, að Þórður var vífinn kallaður. „ekkert sá hann nema hundinn." Ekki verður í lljótu bragði séö, að hundspottið eigi nokkurt minnsta erindi inn í rímuna. Vilhjálmur Þ. hefur þetta eitt að segja: „Postulínshunclar voru um þessar mundir algengt stofustáss á góðum heimilum”. Sjálfsagt er |:>að rétt, þótt óneitanlega sé nokkur yfirstéttarkeimur af hugtakinu „góð heimili". En það kann að finnast á þessu önnur skýring. í Menningar- sjóðseintakið hef ég skrifað: „Mellur í Höfn höfðu á þessum tímum stundum postulínshund úti í glugga, voru þær „við“. Þetta sagði mér mamma, hún hafði hlerað þetta sem krakki“. Óneitanlega minnir þessi skýring á margan annan hálfdulinn rótarskap í rímunum. THORODDSENAR OG KVENNAMENN í fjóröu rímu er Skúli Thoroddsen kynntur til sögunnar, sem og fleiri. Þar í er þessi vísa: Endurborinn ísérhann œtlaði Skúla fógeta; kaujmienn vora bugðist hann hörðum múl að þrœlbinda. Um þessa vísu hefur Vilhjálmur Þ. Gíslason þetta að segja: „Vísan um það, að Skúli hugöist þrælhincla kaupmenn, á við kaupfélagsstarf hans“. Myndi hér ekki miklu fremur vikið að þeirri baráttu Skúla að skylda kaupmenn til þess að greiða verkafólki laun í peningum en ekki í vörum? Það var eitt helzta réttlætismál þeirra tíma, en hefur, hvað Skúla varðar, oft horfið í skuggann af „1908“. Um Þórð lækni, bróður Skúla, er þessi vísa: Einnig snjall þar attiflein, út er flóði mœlskan rík sá er allra mýkir mein manna og fljóða í Keflavík. „Manna ogjljóðil í Keflavík. Lesið „með meiningu" gæti þetta minnt á það, að Þórður var vífinn kallaður. Þetta kann nú að þykja með eindæmum langsótt, og er til þess eins fest á blað að koma að sögukríli, eða hvað menn vilja kalla það. ÓlafurFriðriksson kvaðst eitt sinn hafa spurt Þórð, hvor væri meiri kvennamaöur, hann eða séra Ólafur frí- kirkjuprestur, en báðir höfðu þeir á sér kvensemisorð. Hann sagði, að Þórður hefði fyrst horft á sig, eins og til þess að vita, hvort hann væri að grínast, en þegar hann sá, að svo var ekki, hefði hann farið að hlæja og sagt: „Ég skal segja Joér alveg eins og er. Séra Ólafur var andskotans enginn kvenna- rnaðurl" 28

x

Ný saga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ný saga
https://timarit.is/publication/806

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.