Ný saga - 01.01.1991, Page 39

Ný saga - 01.01.1991, Page 39
FRÁ KVENNASÖGU TIL KERFISBUNDINNA RANNSÓKNA Joan W. Scott hefur lagt ríka áherslu á aukna fræðilega gagnrýni innan kvennasögu- rannsókna og ekki síður aukna notkun kenninga. Við verðum bæði að leita nýrra leiða til að segja söguna og greina hana.“ Að hennar áliti hefur „póst- strúktúralisminn" verið sá skóli sem kvennarannsóknir hafa haft mest af að læra undanfarið. Hún segir að hann innihaldi flest þau atriði sem nú er brýnast að taka upp innan kvennarannsókna. Póststrúktúralistar sjá fyrir- bærin út frá mörgum hliðum og eru lítið hrifnir af algildum sannindum. Heimsmynd þeirra er því ekki einföld og rúmar hin margvíslegustu sannindi. Aðferðafræðilega felur þetta í sér vissa efahyggju. Sett eru spurningamerki við hefðbundna hugtakanotkun, nokkuð sem Joan W. Scott telur nauðsynlegt við kvennasögurannsóknir. Einnig bendir hún á nauðsyn þess að endurskoða hina vestrænu heimsmynd sem byggir meðal annars á þeirri hugmynd að karlar séu hið almenna en konur hið sérstaka. Þá telurjoan W. Scott það brýnt að gera sér grein fyrir að staða kynjanna getur verið býsna margbreytileg og varast beri að gera til dæmis ráð fyrir jwí fyrirfram að kjör kvenna hafi verið bágbornari en karla og staðfesta það síðan með rannsóknum okkar. 17 Að segja nýja sögu er enginn hægðarleikur og ekki ófá ljón í veginum. Vil ég hér sérstaklega nefna tvær hindranir. Að hluta eru konur ósýnilegar vegna jress að þær vantar í sögubækurnar og eru jafnframt fjarverandi að hluta til í heimildunum. Hins vegar er einnig um að ræða ósýnileika vegna þess að konur voru ekki til staðar á hinum sögulega vettvangi. (Svo er það önnur saga hvað hefur verið talið sögulegt og hvaö ekki). Einnig hefur vitundin um ólíka stöðu kynjanna líklega verið fjarri huga hinna sögulegu gerenda og þeirra sagnfræðinga sem skrifað hafa söguna. Því er hægt að segja að fjarvera kvenna í sögunni sé í samræmi við hinn sögulega veruleika. 1H Ljóst er að Joeir sem fást við kvennasögu geta ekki lengur látið vera að taka upp slík söguspekileg vandamál og brýnt er að hafa í huga að ekki er hægt að lesa hvaða sögu sem er úr gömlum skjölum. Hins vegar er engin ástæða aö Viö veröum bæöi aö leita nýrra leiða til aö segja söguna og greina hana. njfyc $ 0tt$v SavtfF1tthú jjf ■£ vtfá 4ijv(o ’ Vtttiiha tí&UjfC tfkWS^4?rftt|2ð 2ÍCfííd 50ífe fan&t at &tttf A íjfe tfcftött ttTftttpTi v\nm ^ii o$vh Konur eiga erindi inn i stjórnmálasögu miöalda. Spurningin er bara hvernig viö skilgreinum hugtökin vald og pólitlk! hætta við að fylla upp í eyðurnar sem finnast í sögunni. Aðferð þeirra sem fást við kvennasögurannsóknir að hætti Joan W.Scott ætti allavega að geta ýtt við imyndunaraflinu í leitinni að nýjum sannindum úr fortíðinni. Áðurnefnd Ida Blom telur að kvennasaga sem rannsóknarefni hafi hlotið viðurkenningu, þó svo að langt sé enn í land til að saga kvenna verði talin jafn sjálfsögð og saga karla í almennum sagnfræðirann- sóknum.19 Þess vegna er svo brýnt að taka upp nýjar aðferðir til að ná settu marki innan kvennasögurannsókna. Auk þess hefur kerfisbundin rannsókn að hætti JoanW. Scott að geyma býsna frjóan anga fyrir almennar sagnfræði- rannsóknir. Það er hollt að endurmeta annað slagið gömul sannindi, hvort sem þeim verður síðan fleygt fyrir borð eða þau standast endurmatið. Síðastliðin Jorjú ár hef ég ver- ið að fást við slíkar tilraunir. Eg hef snúið setningum á haus og hnoðað saman á marga vegu. Markmiðið var að skrifa pólitíska „kynjasögu“ út frá miðaldatexta. Hér er ekki rúm fyrir þá sögu, en ég vil taka nokkur dæmi úr henni að lokum til að skýra betur þá aðferðafræði sent eg hef reynt að kynna á þessum blöðum. DÆMISAGA FRÁ MIÐÖLDUM Hefðbunciið er að lýsa átökum Sturlungaaldar sem átökum höfðingja og öll stjórnmálasaga þjóðveldistímans hefur verið sögð sem saga karla. Einhverjum þykir kannski full djarft að efast um jressa sögu. Það voru jú karlmenn sem börðust um völdin, livort sem jaeir nú köstuðu grjóti, otuðu spjótum í hver ann- an eða áttu í kappræðum á jaingum og á mannamótum. Og vom jaað ekki karlmenn sem gegndu bæði veraldlegum og andlegum embættum? Vissulega er þessi saga hluti af þjóðararfinum, en hún var sögð af körlum (þeim sem skrifuðu heimildirnar), og fjallar 37

x

Ný saga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ný saga
https://timarit.is/publication/806

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.