Ný saga - 01.01.1991, Qupperneq 44

Ný saga - 01.01.1991, Qupperneq 44
framvegis og þar fyrir utan fulltrúi sem sér um skjalavörslu og bókhald. Þetta eru þeir sem eru starfandi að öllu jöfnu á safninu. Loks má nefna fólk sem er í annars konar verkum, kannski í afmarkaðan tíma. Síðastliðið vor var starfandi manneskja við skráningu kortasafns og önnur í sambandi við húsaverkefni og sú þriðja við skráningu gripa og flutning frá Korpúlfsstöðum. Nú er aukafólk starfandi við gerð tölvuskrár yfir öll hús sem byggð voru í Reykjavík fyrir 1945 og einnig við að tölvuskrá fornleifar frá Viðey. Á sumrin bætast síðan við leiðsögumenn og forn- leifafræðingar við uppgröftinn. Síðan eru í tengslum við safnið einstakir aðilar, sérstaklega iðnaðarmenn, svo sem málarar sem eru orðnir sérhæfðir í að mála eftir gömlum aðferðum, rafvirki og garðyrkjumenn þar fyrir utan. Svo erum við með vinnuskólahópa sem taka þátt í garðyrkjunni og heyskapnum. Það eru því margir sem leggja hönd á plóginn. Það má segja að starfsemi safna, jafnt Árbæjarsafns sem annarra, sé að grunni til þríþætt. Það eru fyrst og fremst rannsóknir sem eru stundaðar á safninu en þær eru grund- völlurinn að öðru. Það má líta þær sem forsendu bæði fyrir sýningarstarfseminni og því að hægt sé að stunda söfnunina af einhverju viti. Rannsóknirnar tengjast ekki síst minjavörslunni og hlutverki safnsins sem sögusafns Reykjavíkur. í tengslum við rannsóknir á sögu og menningu Reykjavíkur er gefin út Ritröð Árbæjarsafns en þar birtast niðurstöður sérfræðinga safnsins. Safnið stendur einnig að öðrum útgáfum. Mikilvægur hluti safnstarfseminnar er einnig það sem lýtur að minjasafninu, það er að segja söfnun, skráning og varðveisla á safngripum. Og svo er það andlitið út á við þ.e. sýningarnar og útgáfurnar; árangurinn af starfinu. Auðvitað er þetta samtengt og það má líta á þetta sem ákveðna hringrás. Til þess að geta sinnt söfnun og skráningu, þurfa sýningamálin að vera í lagi og til að rannsóknir séu í lagi þarf hitt líka að vera í lagi. Þetta helst því allt í hendur og þess vegna má ekki vanmeta neinn þessara þátta í þessari starfsemi. Hvertiig er safniö til komiö og hvernig uppbyggingu pess er háttaö? Hugmyndin að því að stofna minjasafn fyrir Reykjavíkurbæ kom fyrst fram 1942 og það var Árni J. E. Árnason bókari hjá Gasfélaginu sem varpaði henni fram en hún barst síðan til þáverandi borgarstjóra, Bjarna Benediktssonar sem vísaði henni áfram til Reykvík- ingafélagsins. Þetta varð til þess að 1945 voru keypt málverk Jóns Helgasonar sem varð fyrsti vísirinn að minjasafni Reykjavíkur, en hluti þessara málverka var gefinn út fyrir stuttu á vegum safnsins. Málverkin voru yfir 100 að tölu og Lárusi Sigurbjörnssyni sem síðar varð fyrsti minjavörður Reykjavíkur, var falið að safna saman skjölum og gögnum um sögu Reykjavíkur. Það var hins vegar ekki fyrr en 1957 að samj^ykkt var í bæjarráði að gera upp gamla Árbæinn með það fyrir augum að hafa þar byggðasafn. í upphafi var skipting á milli minjasafns Reykjavíkur annars vegar og Árbæjarsafns hins vegar en síðar eða um 1958 var þetta sameinað og því má segja að nú sé safnið orðið rúmlega þrítugt. Fljótlega eftir að safnið var stofnað 1957 var ákveðið að flytja hús á safnsvæðið en það var Smiðshús sem áður stóð við Pósthússtræti og var byggt um 1820. í framhaldi af því voru ileiri hús flutt á safnið. Kirkjan var endurbyggð ekki löngu síðar, svo og skrúðhúsið. Allt þetta má segja að hafi verið fyrsti vísirinn að útisafninu. En upphaflega, jiegar ákveðið hafði verið að gera upp Árbæinn fóru að berast gjafir til safnsins sem fyrst var reynt að koma fyrir i Árbænum. Síðar var ákveðið að ilytja allt niður í Skúlatún þar sem minjasafnið var. Þar voru munirnir í tíu ár áður en þeir voru fluttir aftur á Árbæjarsafn. Starfsheitið borgarminjavörður var fyrst samþykkt 1968 en hins 42
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96

x

Ný saga

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ný saga
https://timarit.is/publication/806

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.