Ný saga - 01.01.1991, Page 49

Ný saga - 01.01.1991, Page 49
Vesturgata 16b, Gröndalshús öðru nafni. Húsið var byggt 1882og nokkrum árum síðar keypti Benedikt Gröndal það og bjó siðan íþví í um tvo áratugi. Húsið er i dag svo til óbreytt frá þvi að það var byggt. Teikninguna gerði Júlíana Gottskálksdóttir. Nú myndu sagnfrœöingar kannski einna belst nota myndadeildina af þeirri þjónustu sem safniö býöur uþþ «, hefuröu eitthvertyfirlit yfir hvaö gœti veriö þar eftirsóknarvert fyrirþá? Kjarni myndasafnsins eru Reykjavíkurmyndir frá ýmsum tímum. Fyrsti vísir að minjasafninu var t.d. málverk og teikningar Jóns Helgasonar sem bærinn keypti árið 1944. Á fimmta áratugnum stóð Reykvíkinga- félagið síðan að mikilli söfnun ljósmynda en þær eru aðallega af húsum elsta hluta bæjarins. Þetta safn er kjarninn í húsamynda- safninu en auk þess er nokkuð um syrpur frá síðustu áratugum og raunar allt til dagsins í dag af ýmsum hverfum bæjarins, auk loftmynda frá ýmsum tímum. Þessar myndir eru mikilvægar byggingarsögulegar heimildir. Einnig er nokkurt safn mynda sem teknar hafa verið af framkvæmdum á vegum borgarinnar sem og af ýmsum hátíðahöldum. Síðan kemur alltaf nokkuð af mannamyndum, fjöl.skyldumyndtim og albúmum með gjöfum sem safninu berast. í tengslum við uppsetningu sýninga bætast safninu einnig margar myndir um ýmis sérefni. Síðast en ekki síst hefur töluverður hluti myndasafnsins orðið til við fornleifauppgreftri sem safnið hefur staðið að í gegnum árin og eru Viðeyjar- myndir þar ilestar. Töluverður hluti af ljósmyndasafninu er þvi heimildamyndasafn. Hvernig séröþú Árbœjarsafn fyrir þér íframtíöinni? Viltu hrinda af staö miklum breytingum á einhverjum sviöum og ef svo er, þá hverjum? Það má segja að joað sé margt ógert hvað varðar umhverfið á safninu. Bæði á eftir að ganga endanlega frá þeim húsum sem þegar eru komin en j:>að er ekki nóg, það þarf líka að hyggja rækilega að umhverfi húsanna. Það er á stefnuskránni hjá okkur að gera þetta að eins konar broti af Reykjavík, jxiö er að segja ganga frá görðum, stígum og lýsingu og smærri hlutum eins og vatnspóstum og fleiru, þannig að j^etta verði allt umhverfið en ekki bara húsin sjálf og innvolsið. Markmiðið er að jretta verði sem næst því sem J}aö leit úr hér áður fyrr. Nú er sem sagt komið að því að fara að sinna því. Þá má nefna að auka breiddina í sýningunum, færa okkur nær í tíma og færa okkur út í fleiri þætti í mannlífinu heldur en sinnt hefur verið fram að þessu. í sumar höfðum við starfandi skósmíðaverkstæði og aldamótaprentsmiðjan var í gangi, svo eitthvað sé nefnt. Auðvitað koma alltaf nýjar hugmyndir en við höldum í megindráttum áfram því starfi sem var hafið fyrir löngu síðan. Þetta er það stórt og það er endalaus uppbygging. Eins og er, erum við mikið í tiltektum, við erum að skrá kortasafnið, myndasafnið og minjasafnið. Þegar það verður búið, kannski eftir um tvö ár,verður hægt að sinna rannsóknum af meiri krafti. Þá verða sex meira eða minna bara í rannsóknum. Nú má e.t.v. segja aö starf Árbaijarsafns snúist aö nokkru leyti um aö afla og vinna úr heimildaflokkum sent eru frábrugönir algengustu heimildum sagnfrœöinga, rituöum heimildum. Finnst þér sagnfrœöingar einblína of mikiö á þennan eina síöastnefnda flokk? Það má auðvitað ekki vanmeta aðra heimildaflokka en ritaðar heimildir, hvorki muni né ljósmyndir; jDetta eiga auðvitað allt að vera mikilvægar upplýsingar til að komast að settu marki, þetta á allt að styðja við bakið hvert á öðru. Við getum ekki sett upp sýningar án aðstoðar ritaðra heimilda rétt eins og j:>eir sem eru að rannsaka tiltekið efni geta ekki eingöngu látið sér nægja að nota ritaðar heimildir, þeir verða að nýta sér aðra lteimildaflokka ef ástæða er til. Það má kannski segja að jxtð séu of lítil tengsl á milli safna og sagnfræðinnar yfirleitt en ég held reyndar að það sé að lireytast. Það má kannski merkja það á því meðal annars að nú eru þrír sagnfræðingar starfandi sem safnverðir á Árbæjarsafni. En ég held að söfn og sagnfræði séu nátengd fyrirbæri og háð hvort öðru að vissu marki. Annars er varla 47

x

Ný saga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ný saga
https://timarit.is/publication/806

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.