Ný saga - 01.01.1991, Page 62
Þannig sómir verk
hans vel í hópi þessara
gagnmerku rannsókna
á stéttum og stétta-
samtökum á íslandi
fram á 4. áratuginn.
Pólitískurágreiningurkommaogkrataáárunummillistnða. ÞessimyndbirtistíSpeglinum þegarHéðinn Valdimarsson
varð viðskiía við Alþýðuflokkinn. Þeir sem þér er verið að skopstæla eru, talið frá vinstri: Jósef Stalín, Brynjólfur
Bjarnason, Héðinn valdimarsson, Sigurjón A. Jóhannesson, Haraldur Guðmundsson og Stefán Jóhann Stefánsson.
(Alþýðuflokksins) við meiri-
hlutavöldum kommúnista í
félögunum.
HINUM MEGIN VIÐ
BORÐIÐ: INGÓLFUR
Svo ötullega sem verkalýðs-
hreyfingin gekk að sínum
pólitísku bræðravígum, þá
gleymdu menn ekki (eða ekki
lengi í einu) hver væri
höfuðandstæðingurinn, við-
semjendurnir hinum rnegin við
borðið (eins og við segjum
núna; en gleymum ekki hvílík
átök það kostaði að fá þá til
að viðurkenna „samninga-
borðið" sem réttmæta þjóð-
félagsstofnun).
Um þennan gagnaðila verka-
lýðshreyfingarinnar fjallar
doktorsritgerð Ingólfs V.
Gíslasonar, nánar sagt um
samtök atvinnurekenda fram að
stofnun Vinnuveitendafélagsins
(nú -sambandsins) 1934.
Hjá félagsfræðingnum Ingólfi
fær kenningin sinn skammt í
inngangskafla, og er byrjað á
háum sjónarhól, fjallað um tengsl
félagsfræði og sögu, stéttar-
hugtakið og nytsemi þess og
fleiri almenna hluti. Þá koma
tveir kaflar um þjóðfélagslegt
baksvið. Hinn fyrri lítur yfir
sögu íslands frá upphafi, og
reynist rannsókn Gísla Gunnars-
sonar þar hinn nýtilegasti
grunnur.
Nú er komið að meginefni-
nu: kaflar um Útgerðar-
mannafélagið við Faxaflóa
(1894), Kaupmannafélag
Reykjavíkur (1899), Verslunar-
ráð íslands (1917), Félag
íslenskra botnvörpuskipa-
eigenda (1916), og um upphaf
Vinnuveitendafélagsins; síðan
samantekt um þátttakendur
samtakanna allra, eins konar
yfirlit um vinnuveitendastéttina.
Hér er kenningin ekki svo
fyrirferðarmikij að hún torveldi
venjulegum sagnfræðingi
lesturinn, heldur er Ingólfur há-
empírískur og dregur fram
upplýsingar á mjög skilmerki-
legan hátt.
Athygli vekur hve rækilega
Ingólfur vinnur úr félags-
mannaskrám samtakanna (gerir
nt.a.s. skrá um utanfélagsmenn
í útvegsmannafélögunum
tveimur, þ.e. eigendur skipa
utan samtaka). Hann hefur
lagt geypivinnu í að bera
kennsl á sem allra flesta
félagsmenn (sem er býsna
snúið, ekki síst þegar finna þarf
einstaklingana á bak við
hlutafélög) og afla um þá
samræmdra upplýsinga, t.d.
um félagslegan uppruna,
stjórnmálaafskipti og margt
fleira. Einnig kemur í ljós að
hann er prýðilega sögufróður
og ólatur að lesa verk okkar
sagnfræðinganna. Þannig
sómir verk hans sér vel í hópi
þessara gagnmerku rannsókna
á stéttum og stéttasamtökum á
íslandi fram á 4. áratuginn.
FRAMLAG SÆNSKRA
HÁSKÓLA TIL
ÍSLENSKRAR
SAGNFRÆÐI
íslenskar sagnfræðirannsóknir
hafa um skeið staðið með
verulegum blóma.7 Drifkraftur
þeirra kemur úr ýmsum áttum,
en hér skiptir ekki síst máli
60