Ný saga - 01.01.1991, Side 65

Ný saga - 01.01.1991, Side 65
lýsislampi látinn nægja til að lýsa upp baðstofuna sem var í senn svefnherbergi og aðal- vistarvera heimilismanna á flestum íslenskum sveitabæjum. Húsbóndinn réði hvenær kveikt var og hvenær loginn var blásinn út. Hann stjórnaði ljósinu og um leið hvað var lesið við (Dað og hvenær. Fólk hafði ekki aðstöðu til lestrar eitt og sér eins og nú tíðkast. Lesið var upphátt af einni bók fyrir alla heimilismenn - og lesefnið valið með hliðsjón af því að það styrkti þau samfélagsgildi sem í heiðri skyldu höfð. í íslenskum ævisögum er ein- att vikið að þessum kvöld- vökulestri.9 Vitnisburður ævi- sagnaritara um lesefnið er oftast á einn veg. Lesturinn tak- markaðist venjulega við guðsorð, íslenskar fornsögur og stundum rímur, en nýlegur veraldlegur skáldskapur átti lítt upp á pallborðið á mörgum heimilum. Þó virðist hann hafa verið það lesefni sem ungdómurinn, stálpuð börn og hjú, voru sólgnust í. C)lína Jónasdóttir (f. 1885) greinir í endurminningum sínum frá því hvaða lesefni var haft um hönd þar sem hún ólst upp hjá hjónum á Kúskerpi í Skagafirði: Kvöldlestrarbók Péturs biskups var lesin fram að föstu, en þá tóku við Vig- fúsarhugvekjur og Passíu- sálmarnir. Síðan voru fluttar vorhugvekjur. ... Á vetrum voai lesnar sögur og kveðnar rímur, var það góð skemm- tun. íslendingasögur, riddarasögur og Noregs- konungasögur voru dáðar af öllum nema húsmóðurinni, henni var meinilla við þær og sagði, að þær ættu ekki að vera lesnar á kristnu heimili, þjóðsögurnar fyrir- bauð hún að lesa, sagði, að af þeim stafaði óhamingja.10 Ekki var húsmóður Olínu betur við nýrri rit, jwí Ólína segir: Meðal annarra bóka, sem ég minnist frá þessum árum eru Snót og Alþýðubók Þórarins, og langaði mig mikið til að lesa í j:>eim, en þar var Lýsislampi,- ódýrasta og algengasta lýsingin. Kristrún á annarri skoðun og taldi, að lestur þeirra mundi ekki glæða áhuga minn á vinnunni. Hallgrímskver mætti ég hins vegar líta í, ef ég ætti frístund.11 Hugsanlega voru viðhorf húsmóður Ólínu til lesefnis íhaldssamari en gerðist og gekk undir lok 19. aldar. Engu að síður má finna áþekkan vitnisburð í öðrum ævisögum. Þótt nauðsynlegt væri talið að börn væru læs var ekki álitið æskilegt að þau læsu rit er drægju úr áhuga þeirra á vinnunni, eða tefldu andlegri velferð þeirra í tvísýnu.12 Rannsóknir á viðleitni húsbænda og kirkjunnar þjóna til að viðhalda húsbóndavaldi og óformlegu félagslegu taumhaldi benda til þess að hvorttveggja hafi verið á nokkru undanhaldi á síðari hluta 19. aldar. Pétur Pétursson skýrir þetta með dvínandi áhrifum sóknarpresta samfara minnkandi kirkjusókn sem Ieiddi til hnignunar „in the traditional forms of devotion", án þess að við tækju „other forms of religious involvement”. Þetta hafi veikt “the traditional forces of social control“.13 Jónas Jónasson frá Hrafnagili komst að svipaðri niðurstöðu í riti sínu um íslenska þjóðhætti. Hann kveður lotningu fyrir guðsorði og ritningunni hafa verið djúpa og hreina hjá flestum frarnan af öldinni, en „Þegarleið á síðasta hluta 19. aldar, fór þetta allt að breytast, kirkjurækni að dofna og húslestrar að falla niður, léttúð ogvirðingarskortur fyrir guðsorði að taka yfirhönd, einkum um nokkurt árabil.“H Aðrar heimildir hníga að því að allt eftirlit með ein- staklingum hafi orðið mun torveldara eftir 1870 en áður. Þessu ollu m.a. vaxandi fólksflutningar innanlands og úr landi. Þéttbýlismyndun varð örari og sveitarstjórnir og klerkar kvörtuðu undan því að erfitt væri orðið að fylgjast eins grannt með fólki og æskilegt væri. Samfélagsgerð bænda- samfélagsins var komin í upplausn eftir 1880 og ný samfélagsskipan að ryðja sér til rúms; nýir atvinnuvegir að festast í sessi og frjálslyndari þjóðfélagsviðhorf að koma til sögu. Nauðsynlegt er að benda á að ríkjandi gildismat og viðhorf breytast að öllu jöfnu hægar en formgerð samfélagsins. Gildis- mat bændasamfélagsins hafði veruleg áhrif í íslenskum þéttbýlisstöðum langt fram á þessa öld.16 Þetta á ekki síst við um viðhorf til uppeldis barna og unglinga og uppeldislegs gildis vinnunnar.17 Á hinn bóginn varð erfiðara í framkvæmd að hafa eftirlit með æskunni og ungdómnum í jrví samfélagi sem var að ryðja sér til rúms eftir 1880 en verið hafði innan bað- stofuveggja í bændasamfélaginu. Nýjum samfélagsháttum fylgdu umtalsverðar breytingar á nán- asta umhverfi manna. íslensk húsagerð tók t.a.m. miklum stakkaskiptum. 1 bæjum og þorpum voru á síðasta fjórðungi 19. aldar reist hús sem áttu lítið skylt við burstabæinn. Timburhús með nokkrum herbergjum urðu ráðandi í þéttbýlinu og brátt tók einnig að Lesiö var upphátt af einni bók fyrir alla heimilismenn- og lesefnið valið meo hliðsjón af því að það styrkti pau samfélagsgildi sem í heiðri skyldu höfð. 63

x

Ný saga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ný saga
https://timarit.is/publication/806

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.