Ný saga - 01.01.1991, Page 73

Ný saga - 01.01.1991, Page 73
SJÁLFSTÆÐISBARÁTTAN OG HÚSFREYJAN Á BESSASTÖÐUM --- . . - - . — . 'X ' m \ ' IngibjörgvarlengibústýraáBessastööum. íbréfifcáárinu 1822segirhúnaðþráttfynraðskólapiltarhafiveriösér„sérlegagóðir“hafisamskiptin vio þá kostað sig „mikfa mæðu og andstreymi". A síðustu áratugum 19. aldar bjó sonur Ingibjargar, Grímur Thomsen, á Bessastöðum og er myndin frá þeim tíma. sama bréfi segir hún: „Hér eru annars fleiri föðurlandsvinir og merkismenn á þessari meiningu (þ.e. að flytja skólann - ká), svo sem sr. Helgi dóm- kirkjuprestur og sr. Tómas, sem er að laga og endurskapa allt, sem hann getur. Ég lief ekki vit á þessu, en ekki get ég neitað því, að mig langar til að skólinn kornist í höfuðstaðinn margra orsaka vegna“.17 Þarna minnist Ingibjörg hlýlega á sr. Tómas Sæmundsson sem umbótamann, föðurlandsvinir eru komnir til sögu og Ingibjörg vill gjarnan losna við amstur og erfiði skólastarfsins. Árið 1840 ber sr. Tómas enn á górna, vegna deilna um Fjölni. 28. febrúar skrifar Ingibjörg til Gríms: „Líka kom út um jólaleytið dálítill bæklingur, sem sr. Tómas hefur samið, svar upp á ritling þann, sem dr. Hjaltalín samdi í sumar og fann að Fjölni. Til þessa rits sr. Tómasar leggja rnenn misjafnt11'8. HVAR Á AÐ TAKA FRÁ ALLAN KOSTNAÐ Endurreisn Alþingis verður mál málanna upp úr 1840. Þar túlkar Ingibjörg viðhorf sem eflaust hefur verið algengt: hver á að borga brúsann? Frú Ingibjörg er engan veginn upprifin yfir tíðindum af Alþingismálinu. Hún skrifar 15. ágúst 1840: „Nú er ntikið fjölrætt um Alþing sem eigi að rísa upp aftur. Þeir sem kalla sig föðurlandsvini eru mikið glaðir yfir þessar fregn. En það heyrist úr einstaka horni: Hvar á að taka frá allan kostnað?"19 Hinn 3. mars 1841 skrifar hún enn um þingið: „Mikið gengur á með Alþing fyrir þeirn yngri mönnum. Suntir eru farnir að skálda um það, sumir eru að skrifa um það og vilja hafa umbreytingar miklar, ég trúi með yfirréttinn og fleira. Líklegt er að nú sé komið nóg að þrasa um í næstu 10 ár. Þeirn eldri mönnum finnst, eftir sem heyrist, minna um Alþing og allar þessar bollaleggingar.“20 Nú kemur inn á sviðið sverð íslands, sómi þess og skjöldur, sem Ingibjörg hefur ekki nefnt til þessa. Jón Sigurðsson kemur við sögu í bréfinu til Gríms frá 3. mars 1841 og er þungt í Ingibjörgu í garð Jóns þessa Sigurðssonar". Grímur hafði lagt fram skattafrumvarp fyrir ísland sem ekki féll Jóni Sigurðssyni í geð og hefur hann látið í ljós „slettidóm" sem Ingibjörgu gramdist, enda alltaf til varnar fyrir bróður sinn: „Hafi það verið nokkurn tíma áform þitt að koma hér aftur, þyrfti ekki slettidómur Jóns Sigurðssonar að aftra þér frá því. En hafir þú aldrei ætlað hér að koma, er það ekkert unt að tala. En þess óska ég að þeirn einum uppástungum Jóns þessa Sigurðssonar verði framgengt, sem til góðs geta miðað, en hinum ekki. Það er líka þess eðli, sem ónýtt er að það dettur um sjálft sig, en hitt stendur".21 Áfram flytur Ingibjörg fréttir af gangi rnála og greinir frá fundi embættismanna- nefndarinnar og áhyggjum almennings. í bréfi frá 30. júlí Jón Sigurðsson kemur við sögu í bréfinu til Gríms frá 3. mars 1841 og er þungt í Ingibjörgu í garð „Jóns þessa Sigurðssonar". 71

x

Ný saga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ný saga
https://timarit.is/publication/806

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.